Skinfaxi - 01.04.1940, Side 31
SIÍINFAXI
31
lausri gagnrýni á allar blekkingarnar. Þeir sýndu fram
á Tillur og veilur í ríkjandi trú og siðum þjóða sinna.
Þeir bentu á galla á andlegu og efnislegu samfélagi
fólksins.
Þannig komu fram margir gáfaðir menn, sem börm-
ungar tímanna böfðu svipt trúnni á menn og mannlíf
og alla tilveru. Um allan binn vestræna heim fór ný
bókmenntatízka. Það er bókmenntatízka, sem vanmet-
ur lífið, afneitar hverskonar æðri lífsverðmætum og
trúir elcki á neilt ofar brauðstriti og stundarnautn, E.
t. v. gæti þessi bókmenntatízka liaft þau einkunnarorð,
sem eignuð eru ameríska skáldinu Ernest Hemingvay:
Ekkert — og siðan ekkert.
Það er skiljanlegt, að slík tízka skyldi verða samfara
gengisleysi og gjaldþroti rikjandi menningar og skipu-
tags. Menningin iiafði verið í ofmiklu áliti. Vonbrigðin
urðu svo mikil og snögg, að menn höfðu ekki þrelc til
að bera þau. Veruleiki lífsins forsmáði og fótumtróð
fegurstu vonir þeirra. Lífið traðkaði björtu þeirra. Og
þeir afneituðu lifinu, köstuðu trúnni á manneðlið og
allan guðdóm og svöluðu sér við að rífa niður must-
eri gamla tímans. Þeir voru niðurrifsmenn. Tímar
þeirra byltingatímar.
Þessi bókmenntatízka hefur borizl liingað til lands
og orðið hér ríkjandi. Þvi er svo komið, að flestar okk-
ar sögur ganga meira eða minna i þá átt, að sýna ömur-
leika og fánýti mannlegs lífs. Slíkur skáldskapur getur
verið liin mesta list og boðað mikilvæg sannindi, en
liann er samt einhliða öfgabókmenntir, þvi að jafnan
er þar liálfsögð sagan, svo að hætt er við að ályktanirn-
ar, sem af eru dregnar, verði ósannar. Enginn efi er á
því, að margt slíkra bóka á sér tilverurétt, og þær geta
verið iioll og hressandi lesning. En það er ekki gott að,
lesa þær eingöngu. Það þarf annað með þeim, og að
því skal ég víkja síðar. Hinsvegar er þess engin von,