Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 46
46
SIÍINFAXI
grafa nægilega margar holur
i'yrir næsta árs plöntun.
11. Lagfærið skógarplöntur
frá eldri gróoursetningu, ef
með þarf.
12. LeggiS gras])i)ku ofan á
moldina, kringum hverja
plöntu, til þess að koma í veg
fyrir, íjð frostið lyfti henni
upp. Látið grassvörðinn snúa
niður. Ef engin grastorfa er
við hendina, má láta lyng,
mosa eða smámöl kringum
plöntuna, eða eitthvað annað,
sem er til hlífðar.
II. VOHVINNA.
Gróðursetning.
1. Gróðursetjið trjáplöntúr
að vorinu, helzt st)-ax eftir
að klaka leysir úr jörðu.
2. Plöntur, sem ætlaðar eru
til gróðursetningar, verða að
sæta góðri meðferð. Taka
skyldi um 100 plöntur frá að-
alforðanum og búa uni þær í
bindi. Leggja vel blaútan
mosa utan um ræturnar, vefja
síðan votri strigadulu lauslega
þar utan yfir. Gott er að dýfa
svo inndinu ofan í vatn.
Plönturnar eru svo dregnar
úr hindinu jafnóðum og plant-
að er, en varazt að slíta ræt-
urnar nm leið.
3. Notið skóflu við gróður-
setninguna. Hún er öllu betri
en plöntuhaki.
4. Stingið skóflunni lóðrétt
ofan i miðja holuna og mokið
moldinni frá öðrum megin.
Leggið plöntuna upp að stall-
initm eftir skóflufarið og
greiðið vel úr rótunum. Þær
mega ekki bögglast. Sópið
moldinni að rótunum og
þjappið henni vel að þeim.
Fyllið holuna og þrýstið mold-
inni vel niður, kringum plönt-
una, með hemli eða fæti.
5. Látið plöntuna standa
beint upp og setjið hana ekki
dýpra ofan í moldina en hún
hefur staðið áður.
(i. Ef moldin er mjög þurr,
er gott að vökva kringum
plöntuna, þegar búið er að
gróðursetja. Bezt er að gróð-
ursetja í votviðri.
7. Sé ekki lækifæri að
skýla plöntunum á haustin
(sbr. I., 12. gr.), er rétt að
gera það jafnóðum og planl-
að er.
8. í mögrum jarðvegi má
láta ofurlítinn gamlan áburð
kringum birki- og reyniplönt-
ur, þó ekki næst rótunum,
heldur yzt i lioluna. Látið
engan áburð kringum furu-
eða greniplöntur.
9. Ef holur eru gerðar
jafnóðum og plantað er og
plöntuhaki notaður, er gras-
rótin flegin ofan af þar, sem
holan á' að vera. Moldinni er
síðan rótað upp. Hún er mul-
in vel um leið. Gæta verður
þess, að hafa holuna nógu
víða og djúpa fyrir ræturn-
ar. Plantan er ])á lögð upp
að lóðrétta holustallinum og
smágerðustu moldinni sópað
fyrst að rótunum og þrýst vel
að þeim. Hæpið er, að gróð-