Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 64

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 64
64 SKINFAXI Nokkru síðar svalaði hann útþró sinni og fór til Noregs, og svo til Vesturheims. Þar stundaði hann fjárgeymslu í Kletta- fjöllum („villta vestrinu") og veiöar norðan við byggSir hvítra manna í Kanada. Lifði hann hollu útilifi að livorutveggja, og rataði í margvísleg œfintýri. Hélt hann svo heim aftur, keypti gistihús í Borgarnesi og hefir stundað síðan gistihús- rekstur og veitingasölu sem aðalatvinnu, við hinn bezta orðs- tír. Hann hyggði nýbýli í grennd við Borgarnes og hóf þar búskap, mjög myndarlega. Um nokkurt árabil hefir hann dvai- ið i Reykjavík á vetrum. Var hann um skeið ráðsmaður Nýja Dagblaðsins og Tímans. En siðustu árin hefir hann gefið út tímaritið Dvöl, prýðilegt rit, sem lilotið hefir miklar vinsæld- ir. Mörg málefni hefir hann látið til sín taka og jafnan til góðs. Þetta er örstutt efnisyfirlit um æfisögu Vigfúsar Guðmunds- sonar — annan þátt hennar. Ilinn þátturinn, samtvinnaður honum og óaðskiljanlegur, er þáttur ungmennafélagans. Vig- fús gekk í Umf. Reykdæla vorið 1909, en það var þá árs- gamalt. Var það gott félag og athafnasamt, og Vigfús vann þar af miklum áhuga og varð fyrir djúpri mótun, Skömmu siðar dvaldi hann i Reykjavík um skeið og starfaði þá í U.M.F.R., sem þá var öndvegisfélag og hafði úrvalsmönnum á að skipa. 1911 vann Vigfús að stofnun Umf. Dagrenningar, með Jóni Ivarssyni alþingismanni o. fl., og siðar á sama ári var hann meðal stofnenda Umf. íslendings í Andakíl, þá nem- andi í Hvanneyrarskóla. Þá átti hann þátt í slofnun Ung- mennasambands Borgarfjarðar 1912 og sat fyrstu þing þess. Eftir þetta hvarf hann úr landi, svo sem fyrr er sagt. Um það og heimför sína farast honum svo orð i grein i Minn- ingarriti U.M.F.Í.: „Eftir að hafa verið nokkur ár í ungmennafélögum í æsku- héraði mínu og höfuðstaðnum, fór eg út i heim og dvaldi m. a. nokkur ár í frjóu og fögru landi, fullu af auðlegð og allsnægtum, þar sem mér fannst blasa við mér góð tækifæri til velmegunar, ef eg vildi eyða þar æfidögunum. En „ég hvarf heim i hópinn þinna drengja“, — mest vegna þess, að eg var búinn að vera i Ungmennafélögunum og eignast þar ýms áhuga- mál og yerða fyrir margháttuðum áhrifum." Eftir heimkomuna tók Vigfús líka til óspilltra málanna, og hefir síðan aldrei orðið lát á. Hann starfaði í Umf. Skalla- grími í Borgarnesi og var formaður jjess um skeið. Var það blómatíð félagsins; þá reisti það samkomuhús sitt og hafði þróttmikið félagslíf. — Þá vann Vigfús ótrauðlega að þvi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.