Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 64

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 64
64 SKINFAXI Nokkru síðar svalaði hann útþró sinni og fór til Noregs, og svo til Vesturheims. Þar stundaði hann fjárgeymslu í Kletta- fjöllum („villta vestrinu") og veiöar norðan við byggSir hvítra manna í Kanada. Lifði hann hollu útilifi að livorutveggja, og rataði í margvísleg œfintýri. Hélt hann svo heim aftur, keypti gistihús í Borgarnesi og hefir stundað síðan gistihús- rekstur og veitingasölu sem aðalatvinnu, við hinn bezta orðs- tír. Hann hyggði nýbýli í grennd við Borgarnes og hóf þar búskap, mjög myndarlega. Um nokkurt árabil hefir hann dvai- ið i Reykjavík á vetrum. Var hann um skeið ráðsmaður Nýja Dagblaðsins og Tímans. En siðustu árin hefir hann gefið út tímaritið Dvöl, prýðilegt rit, sem lilotið hefir miklar vinsæld- ir. Mörg málefni hefir hann látið til sín taka og jafnan til góðs. Þetta er örstutt efnisyfirlit um æfisögu Vigfúsar Guðmunds- sonar — annan þátt hennar. Ilinn þátturinn, samtvinnaður honum og óaðskiljanlegur, er þáttur ungmennafélagans. Vig- fús gekk í Umf. Reykdæla vorið 1909, en það var þá árs- gamalt. Var það gott félag og athafnasamt, og Vigfús vann þar af miklum áhuga og varð fyrir djúpri mótun, Skömmu siðar dvaldi hann i Reykjavík um skeið og starfaði þá í U.M.F.R., sem þá var öndvegisfélag og hafði úrvalsmönnum á að skipa. 1911 vann Vigfús að stofnun Umf. Dagrenningar, með Jóni Ivarssyni alþingismanni o. fl., og siðar á sama ári var hann meðal stofnenda Umf. íslendings í Andakíl, þá nem- andi í Hvanneyrarskóla. Þá átti hann þátt í slofnun Ung- mennasambands Borgarfjarðar 1912 og sat fyrstu þing þess. Eftir þetta hvarf hann úr landi, svo sem fyrr er sagt. Um það og heimför sína farast honum svo orð i grein i Minn- ingarriti U.M.F.Í.: „Eftir að hafa verið nokkur ár í ungmennafélögum í æsku- héraði mínu og höfuðstaðnum, fór eg út i heim og dvaldi m. a. nokkur ár í frjóu og fögru landi, fullu af auðlegð og allsnægtum, þar sem mér fannst blasa við mér góð tækifæri til velmegunar, ef eg vildi eyða þar æfidögunum. En „ég hvarf heim i hópinn þinna drengja“, — mest vegna þess, að eg var búinn að vera i Ungmennafélögunum og eignast þar ýms áhuga- mál og yerða fyrir margháttuðum áhrifum." Eftir heimkomuna tók Vigfús líka til óspilltra málanna, og hefir síðan aldrei orðið lát á. Hann starfaði í Umf. Skalla- grími í Borgarnesi og var formaður jjess um skeið. Var það blómatíð félagsins; þá reisti það samkomuhús sitt og hafði þróttmikið félagslíf. — Þá vann Vigfús ótrauðlega að þvi,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.