Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 23

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 23
SKINFAXI 23 íélagssamtaka í sambandi við íþróttastarfsemi, eru I. S. í. og U. M. F. f. lögð að jöfnu, nema í 24. grein lag- anna. Þar segir, að I. S. í. sluili koma fram erlendis af fslands hálfu í íþróttamálum, að því leyli sem frjáfs félagssamtök gera það. Þetta hefir verið svo í fram- lcvæmd uridanfarið, og hlýtur svo að vera. Aðeins eitt íþróttasamband í hverju landi getur verið i alþjóða- íþróttasamböndum, og í. S. í. er það þegar af íslands hálfu. U. M. F. í. hefir aldrei liugsað til hluttöku í slílc- um samböndum, né til keppni á erlendum íþróttavett- vangi. Þetta ákvæði lcemur því í engu í bága við það. — í öðru lagi á öll opinber iþróttakeppni að fara fram samkvæmt reglum, sem í. S. í. setur, enda séu þær ætíð í samræmi við alþjóðaíþróttareglur. Það er nauðsynlegt, að einar reglur gildi alstaðar um þetta efni, og verður því einn aðili aðeins að hafa vald lil að selja þær. Liggur beinast við, að sá aðili sé í. S. í., ekki sizt þar sem það er í alþjóðasamböndum, enda mun U. M. F. í. alls ekki telja neitt frá sér tekið, með því að afhenda í. S. f. það vald. — Setningunni, sem er inngangur að þessum tveimur ákvæðum: „íþróttasamhand fslands (í. S. í.) ■er æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi áhugamanna í landinu," var bætt i lögin í síðustu meðferð þeirra á Aljringi, fyrir mjög eindregna ósk stjórnar í. S. í., og eftir samkomulagi við íþróttamálanefnd. Þetta eru að- eins falleg orð, sem enga þýðingu geta baft í fram- kvæmd, nema þá, sem ákvæðin tvö, sem nefnd eru liér að framan, tilgreina. M. ö. o.: Það er meinlaust og gagnslaust dinglumdangl, eins og verðlaunapeningar og silfurhikarar. Og úr því f. S. í. hefir smekk fyrir •slíkt, þá getur U. M. F. í. varla annað en verið ánægja í að það fái að njóta þess. Og sú ánægja er áreiðanlega engri öfund blandin. Það verður að að teljast æskilegt og eðlilegt, að sam- vinna sé með öllum þeim, er iþróttir stunda í hverju héraði, um sameiginlegar íþróttaframkvæmdir utan um

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.