Skinfaxi - 01.04.1940, Page 10
10
SKINFAXI
mannvirkja. Gerð iþróttatækja, sem styrkur er veitlur til, er
liáð samþykki íþróttafulltrúa.
3. kafli. Um íþróttir í skólum.
11. gr. í öllum skólum landsins skulu íþróttir iðka'Öar eft-
ir því, sein mælt er fyrir í lögum þessum, e'ða reglugerðum,
er rúðherra setur samkvæmt þeim.
12. gr. Barnaskólum í kaupstöðum eða kauptúnum með 400
íbúum eða fleiri, svo og öllum æðri skólum, skal séð
fyrir hæfu húsnæði með heitu og köldu baði og nauðsynleg-
um áhöldum til fimleikakennslu, og er hvorttveggja háð úr-
skurði íþróttafulltrúa. í barnaskólum í sveilum og kauptúnum
með færri en 400 íbúum skal temja nemendum þær fimleika-
æfingar, sem við verður komið í lnisnæði skólanna, enda sé
eigi völ á öðru húsnæði betra. Allir fastir barnaskólar og
æðri skólar skulu hafa til umráða hæfilegt landsvæði eða
leikvang til þess að iðka knattleiki og útiiþróttir.
13. gr. ÖIl börn á landinu skulu læra sund, nema þau séu
óhæf til þess, að dómi skólalæknis. Höfuðáherzlu skal leggja
á að kenna bringu- og baksund og helztu aðferðir við hjörg-
unarsund og endurlífgun úr drukknunarástandi. Skal hver
nemandi hafa lokið þessu námi fyrir 14 ára aldur og hafa
leyst af liendi ákveðnar raunir i sundi og hjörgun, samkvæml
reglugerð, sem ráðherra setur.
Þar, sem sundlaugar eru svo nærri skólum, að sundiðkunum
verði við komið samhiiða öðru námi, skal ætla þeim tíma á
stundaskrá skólanna. Að öðrum kosti skal kenna sund með
námskeiðum, og skal hver nemandi eiga kost á hálfs mán-
aðar kennslu a. m. k. Þar, sem sækja skal langt til slikra
sundnámskeiða, skal ríkissjóður taka þátt i ferðakostnaði nem-
enda, eftir reglum, sem fræðslumálastjórn setur. í öðrum skól-
um en barnaskólum skulu nemendur iðlca sund, nema þeir
teljist til þess óhæfir, að dómi skólalæknis, enda eigi þeir
kost á sundkennslu og aðgang að sundlaug. Að loknu námi
i skólanum skulu nemendur leysa af hendi prófraunir, er
miðaðar séu við aldur þeirra og þroska. Fræðslumálastjórn
setur nánari ákvæði um prófraunir þessar.
Fræðuslumálastjórninni er heimilt að veita skólahéröðum
undanþágu frá sundskyldu skólabarna fyrstu fimm árin frá
því, er lög þessi öðlast gildi, þar sem nauðsyn krefur.
14. gr. I öllum skólum skal leggja áherzlu á það, að nem-
endur fái lækifæri til að stunda útiíþróttir, eftir því sem fært
þykir og staðliættir eru til. Ennfremur skulu piltar í öllum