Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 36
36
SKINFAXI
ur út í hili. Það er hægra að sætta sig við lítinn árang-
ur og ýmiskonar tafir, ef vitað er eða trúað, að þrátt
fyrir allt miði þó eitthvað. Þeim, sem vinna fyrir stefnu-
mál sín, er gott að vita eins og Lúther forðum, að
Húss var Jjrenndur, en sannleilcurinn var eldvi brennd-
ur, og trúa því sem algildum lífssannindum, að hug-
sjónir og réttlætismál verði aldrei sigruð til fullnustu.
Við sjáum mannlífið ef til vill ekki batna svo um oldv-
ar daga, að við séum viss um endurbæturnar og fram-
farirnar. Við sjáum heldur eldd sólinni muna, þó að
við lítum snöggvast á liana. En við sjáum um hádegið,
að henni hefur munað frá því um dagmál. Líld er liér.
Við getum því sagt eins og Mattliías oldtar: Æðrumst
ei né liræðumst liót, því að:
Þótt hin sanna siðabót
sýnist ennþá fjærri,
við hin fyrri vegamól
vinina átti liún færri.
Þannig vitnar sagan gegn þeim, sem eru trúlausir á
lífsverðmætin. Dómur sögunnar er sannleiki og réttlæti.
Sagan vitnar um vaxtarjirá og möguleika manneðlisins,
svo glöggt, að engin sönn sögmnenntun getnr samþýðzt
og samlagazt trúleysistízku þessara tíma.
Það er vantrúartízkan, sem er mesta hindrnn í vegi
hugsjónalifs, mannhóta allskonar og allrar lífsgleði.
Ilún meinar mönnum að trúa á sjálfa sig, starf sitt og
líf, og finna fegurð í lifi sinu og umhverfi. Því er húu
þjóðarhöl og liöfuðfjandi lífs og lífsgleði.
Ungmennafélögin hafa valið sér það hlutskipti, að
sporna við hverskonar þjóðskemmdatízku. Það er því
augljós köllun þeirra að vinna gegn vantrú aldarinnar.
Og það skiptir óendanlega miklu máli, livernig þeim
tekst það. Þau verða að tala hæði við hug og hjarta,
— heila áhrifum sínum hæði við hugsanalíf og tilfinn-
ingalíf fólksins. Það er ekki hægt að sanna nema sumt,