Skinfaxi - 01.04.1940, Side 48
48
SKINFAXL
og fræiö sjálft. Þrýstið síöan
með fjöl ofan á moldina, eða
þjai>pið lienni vel niður með
fætinum.
10. Fræi má einnig sá í
rákir. Ýtið járnstöng lárétt
undir grasrótina. Lyftið síðan
stönginni upp, svo að gras-
rótin slitni. Dreifið fræinu
strjált i rákina, sem myndast
og ])jappið lienni vel saman
með fætinum. Gerið rákir um
þveran halla, ef landslagi er
svo liáttað, en ekki beint upp
og ofan.
11. Sáið ékki trjáfræi þar,
sem grasvöxtur er mikill, eða
mjög þéttur. Fræið getur fún-
að, eða ungplönturnar kafnað
jafnóðum og þær byrja að
vaxa. Vel má sá trjáfræi i
stórgrýtt land, ef nægur mold-
arjarðvegur er á milli stein-
anna.
12. Notið ekki áburð á
blettinn, sem trjáfræi er sáð
í. Hann eykur grasvöxtinn,
sem tekur næringu frá ung-
viðnum.
IV. SAMVINNUTRJÁKÆKT.
Tillögur.
1. Skólar, æðri sem lægri,
ungmennafélög og allskonar
annar félagsskapur, karla og
kvenna við sjó og til sveita,
ættu að stofna til samvinnu-
trjáræktar úti á viðavangi og
útvega sér lanrl i því skyni
á hentugum stað. Skólar og
félög, seni eiga heima i sama
byggðarlagi, gætu verið i
samlögum um eitt trjáræktar-
svæði.
2. Bæjar- og sveitarfélög,
sem eiga mikið landrými, ein-
stakir jarðeigendur og rikið,
gætu sér að skaðlausu lagt til
land undir gróðursetning trjá-
plantna, endurgjaldslaust að
minnsta kosti í 50 ár. Þegar
trjáræktarláridið færi að gefa
arð, mætti greiða vissan
hundraðshluta af honum til
landeiganda. Stærð landsins
færi eftir tölu þeirra manna,
sem ætla mætti að tækju þátt
i samvinnutrjáræktinni á
hverjum stað. Skyldi þó ekki
vera minna en allt að 20 hekt-
arar, eða svo að það rúmaði
minnst 100000 gróðursettar
trjáplöntur.
3. Bezt væri að geta feng-
ið lánd, sem að einhverju leyti
er sjálfgirt frá náttúrunnar
hendi, svo sem af ám, stöðu-
vötnum, sjó eða öðru tryggu
aðhaldi. Það drægi úr girð-
ingarkostnaði.
4. Þegar land væri fengið
og búið að girða það, kæmi
að þvi, að útvega trjáræktar-
verkfæri. Þau yrðu einkum
skóflur og plöntuhakar. Áhöld,
sem ekki yrðu noluð til ann-
ars en trjáræktar á landinu,
ættu helzt að geymást þar í
læstum skúr. Gæti komið til
mála, ef svo hagaði til, að lít-
ill og snolur sumarbústaður
yrði reistur hjá landinu,
handa þeim, sem hefðu eftir-
lit með trjáræktinni.
5. Reglur eða lög skyldu