Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 19

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 19
SKINFAXI 83 starfsemi, til þess að æskulýðurinn fái nóg verkefni i félögunum og að þetta verður aðeins gert í sam- vinnu við íþróttafélögin, en ekki í samkeppni við ])au. Aðstæður um þessi efni og fleiri eru svo likar með okkur frændunum beggja megin •hafsins, að gott væri að við bærum saman bækurnar meir en við höfum gert. Þenna dag hitti ég A. Ulleslad, gamlan og góðan ungmennafélaga. Hann var einn stofnenda ung- mennafélagsins i Voss og átti upptökin að stofnun Vossskólans. Árið 1887 kom Björnstjerne Björnson til Voss til þess að halda fyrirlestur. Eftir fyrirlest- urinn fóru nokkrir unglingar til gistihúsins til þess að hylla skáldið. Með lítið ljósker i höndum tóku þeir sér stöðu, tóku ofan og sungu: „Ja, vi elsker dette Landet“. Björnson hlustaði, er hann hafði geng- ið fram á svalirnar. Hann horfði út i myrkrið á ung- lingahópinn kringum Ijósið og mælti: „Það er ósk mín, að stofnaður verði lýðháskóli hér í Voss.“ Ulle- stad var einn þessara ungu manna og hann ásetti sér að vinna að því að ósk Björnsons yrði að veru- leika. Ullestad stofnaði félagið í Voss 1890. Á fundi í félaginu árið 1892 har hann fram tillögu um að stofnaður yrði skóli i Voss og Lars Eskeland yrði fenginn lil þess að vera skólastjóri. 1897 byrjaði svo skólinn undir stjórn Eskelands, sem stýrði honum þangað til norska stórþingið dæmdi hann frá skóla- stjórn, vegna þess að hann hafði snúizt til kaþólskr- ai: trúar. En hann starfaði samt við skólann til dauða- dags, 30. september 1942. Fundum okkar Ullestad bar aftur saman liér heima á Islandi. Hann missti nær aleigu sína í stríðinu, en lét ekki bugast og ósk, sem var langþráð, varð upp- fyllt, er hann fékk komið til íslands. Er við kvödd- umst hér heima í sumar, fannst mér hinn áttræði öldungur ungur maður, vegna þess live glaður og G*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.