Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 44

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 44
108 SKINFAXI aldrei nema meiru en Va liluta byggingarkostnaðar og % endurbótakostnaðar. 7. gr. Nú er eitt eða fleiri af félögum þeim, sem staðið liafa að byggingu félagsheimilis, lagt niður, og skal þá það eða þau félög, sem starfa áfram, eiga kost á að taka við húsinu með öllum réttindum og skyldum. Yilji þau það ekki eða séu öll félögin, sem staðið hafa að byggingu félagsheimilisins, lögð nið- ur, skal sveitarstjórn, þar sem félagslieimilið er, eiga þess kost að fá það, ef hún skuldbindur sig til þess að reka það í þágu þeirrar starfsemi, sem um ræðir i 1. gr. Nú neitar sveitar- stjórn að taka við félagsheimili til rekstrar eða vill hætta rekstri félagsheimilis, sem hún liefur áður tekið að sér að reka eða liaft forgöngu um að byggja, og skal menntamálaráðherra þá skipa 3 manna nefnd, er gera skal tillögur um, hvernig ráð- stafa skuli húsinu. Einn nefndarmanna skal skipaður samkv. tilnefningu félaga þeirra, sem siðast höfðu umráð yfir húsinu, annar eftir tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, en liinn þriðji án tilnefningar, og skal hann vera formaður. Mennta- málaráðlierra ákveður síðan um ráðstöfun hússins, og er hon- um heimilt að fá það til rekstrar félagi eða félögum, sem um ræðir í 1. gr., eða að láta selja það til lúkningar áhvilandi skuldum og endurgreiðslu byggingarstyrks til félagsheimila- sjóðs. Það, sem umfram kann að verða, rennur í félags- lieimilasjóð. 8. gr. Sérhvert félagsheimili, sem byggt er með styrk úr félags- heimilasjóði, skal vera sjálfstæð stofnun, og skulu settar reglur um rekstur og afnot þess, livers og eins, og mennta- jnálaráðherra staðfesta þær. 9. gr. Ágreiningi, sem verður um skilning á lögum þessum eða um framkvæmd þeirra, má skjóta til ráðherra. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1948. Er samkvæmt þeim lieimilt að veita styrk úr félagslieimilasjóði til byggingar fé- íagsheimili, sem hafin hefur verið bygging á eftir 1. janúar 1944, en er ekki lokið, þegar lög þessi öðlast gildi. (Þessi Jög verða rædd nánar í Skinfaxa síðar).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.