Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1949, Síða 56

Skinfaxi - 01.04.1949, Síða 56
5C5 SKINFAXI 7. Baí5. Þriðjudagur: 1. Mýking á grasvelli í ca. 20 mín. Mýking- araðferð sú sama og á mánudag. 2. Æfið leikfimisæfingar og teygjur, sem sérstaklega eru ætlaðar grindahlaupurum og lýst er i kaflanum um kennslu í grindahlaupi. Haldið því áfram í 10—15 mín. 3. Æfið 3—4 viðbrögð, 35—40 m löng. Viðbragðið gert eft- ir fyrirskipun sem í keppni. 4. Eftir 10 min. hvíld, þar sem hlauparinn aðeins heldur sér heitum, með því að ganga, hlaupa og gera léttar leikfimis- æfingar, eru settar upp 3 grindur i venjulegri hæð og með réttum millibilum. Helzt á grasvelli. Hlaupið þrisvar sinnum yfir grindurnar. Setjið gjarna eldspýtnastokk eða eitthvað þessháttar ofan á þverslána og reynið að fella stokkinn, er þið smjúgið yfir grindina. 5. 5—10 mín. æfing í einhverri annarri iþróttagrein, t. d. hástökki. 0. Hlaupið 200 m með næstum fullum hraða, og síðan 2—300 m skokk á grasi. 7. Bað. Miðvikudagur: Hvíld. Fimmtudagur: Sama og á mánudegi. Föstudagur: Sama og á þriðjudegi. Laugardagur: Hvíld. Sunnudagur: Mýking sem fyrir keppni. Slejspið erfiðum æf- ingum, en hlaupið þó 2—3 stutta spretti. Strax að lokinni mýlc- ingu, er hlaupið fullkomið grindahlaup og tíminn tekinn ná- kvæmlega. Eftir hálftíma skal gerð önnur tilraun. Hlauparinn skal á meðan halda sér heitum með því að ganga, lilaupa og gera léttar leikfimisæfingar á grasi. Hlauparinn verður i þess- um tveim hlaupum að taka á til hins ýtrasta, svo a'ð fullt gagn verði að æfingunni. Endið æfinguna með léttu hlaupi á gras- velli i 15—20 min. Æfingatími er áætlaður 1 Vi klst. i hvert skipti.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.