Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 4
við Skinfaxa. Þessi mæti ungmenna- félagi er enn á lífi og verður vonandi hægt að geta hans nánar hér í blaðinu innan skamms. Helgi er heiðursfélagi UMFÍ, og landskunnur fyrir ritstörf sín fyrr og síðar. Guðmundur Hjaltason var 56 ára er hann hóf ritstjórnarstörfin við Skin- faxa ásamt Helga. Guðmundur fór til náms í norskum lýðháskóla 1875 og síðar nam hann í Askov-lýðháskólan- um í Danmörku. Hann fór fjölmargar fyrirlestrarferðir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og síðar hér á Islandi. Guð- mundur kom til Islands 1881 og dvaldi hér á landi til 1903. Aftur dvaldi Guð- mundur í Noregi 1903—1908. Guð- mundur hafði kynnzt vel ungmenna- félagshreyfingunni á Norðurlöndum og var jafnan ötull stuðningsmaður ís- lenzku ungmennafélaganna. — Einnig gerði hann tilraun ásamt fleiri góðum mönnum til að koma á fót lýðháskóla á íslandi, en sú viðleitni bar ekki ár- angur. Vf Fyrstu árin Fyrsta tölublað Skinfaxa kom út í október 1909. Það hefst á ávarpi til ungmennafélaga íslands eftir Helga Valtýsson. Þar segir m. a.: „Áhuginn er heitur. Viljinn góður. Mátturinn lítill. Samtökin erfið. — Nú vill Skinfaxi lyfta vrndir bagga með ungmennafélögunum og reyna af öllum mætti að bæta úr því, sem mest er á- bótavant í starfi þeirra. Tengja saman félögin í sterka, starfandi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða. Vekja sam- úð og samhug og opna augun fyrir öllu því, sem gott er og fagurt. — Glæða sumarhug æskunnar. — Eigi mun af veita, því ísöld úlfúðar og sundurlynd- is nístir nú land og þjóð.“ Strax í 1. tölublaðinu hefst greina- flokkur um ætlunarverk ungmenna- félaganna eftir Guðmund Hjaltason. — Kaflafyrirsagnir þeirra greina gefa til kynna meginstefnumálin í árdaga hreyfingarinnar: Þjóðrækni, plöturækt, íþróttir og listir, bindindi, trúrækni, frelsi, skemmtanir. I 1. tbl er grein með leiðbeiningum um skíðasmíði og skíðabönd eftir Helga Valtýsson, en að öðru leyti er efni blaðsins nær ein- göngu fréttir af félagsstarfinu. 1. ár- angur er talinn allt til ársloka 1910. Þeir Helgi og Guðmundur ritstýrðu Skinfaxa þar til í september 1911 og voru nokkur fyrstu blöðin prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Helgi hafði mestan veg og vanda af ritstjórn blaðs- ins, útgáfuerfiðið hvíldi mest á honum. Guðmundur var oft í fyrirlestrarferð- um víða um landið. I lok ritstjórnarfer- ils síns skrifar Helgi um starf og stefnu Skinfaxa og leggur áherzlu á að hún hafi verið rétt frá upphafi. Takmark- ið hafi verið að „vekja og göfga ís- lenzkan æskulýð, styrkja hann og stæla . . . En leiðin er löng og torsótt mjög“. Heyrzt hafi þó raddir ung- mennafélaga, ,,er eigi hafi talið Skin- faxa vera þannig, er þeir æsktu, án 6 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.