Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 4
við Skinfaxa. Þessi mæti ungmenna-
félagi er enn á lífi og verður vonandi
hægt að geta hans nánar hér í blaðinu
innan skamms. Helgi er heiðursfélagi
UMFÍ, og landskunnur fyrir ritstörf sín
fyrr og síðar.
Guðmundur Hjaltason var 56 ára er
hann hóf ritstjórnarstörfin við Skin-
faxa ásamt Helga. Guðmundur fór til
náms í norskum lýðháskóla 1875 og
síðar nam hann í Askov-lýðháskólan-
um í Danmörku. Hann fór fjölmargar
fyrirlestrarferðir í Noregi, Danmörku
og Svíþjóð og síðar hér á Islandi. Guð-
mundur kom til Islands 1881 og dvaldi
hér á landi til 1903. Aftur dvaldi Guð-
mundur í Noregi 1903—1908. Guð-
mundur hafði kynnzt vel ungmenna-
félagshreyfingunni á Norðurlöndum og
var jafnan ötull stuðningsmaður ís-
lenzku ungmennafélaganna. — Einnig
gerði hann tilraun ásamt fleiri góðum
mönnum til að koma á fót lýðháskóla
á íslandi, en sú viðleitni bar ekki ár-
angur.
Vf Fyrstu árin
Fyrsta tölublað Skinfaxa kom út í
október 1909. Það hefst á ávarpi til
ungmennafélaga íslands eftir Helga
Valtýsson. Þar segir m. a.:
„Áhuginn er heitur. Viljinn góður.
Mátturinn lítill. Samtökin erfið. — Nú
vill Skinfaxi lyfta vrndir bagga með
ungmennafélögunum og reyna af öllum
mætti að bæta úr því, sem mest er á-
bótavant í starfi þeirra. Tengja saman
félögin í sterka, starfandi heild. Hvetja
og stæla dug og afl til dáða. Vekja sam-
úð og samhug og opna augun fyrir öllu
því, sem gott er og fagurt. — Glæða
sumarhug æskunnar. — Eigi mun af
veita, því ísöld úlfúðar og sundurlynd-
is nístir nú land og þjóð.“
Strax í 1. tölublaðinu hefst greina-
flokkur um ætlunarverk ungmenna-
félaganna eftir Guðmund Hjaltason. —
Kaflafyrirsagnir þeirra greina gefa til
kynna meginstefnumálin í árdaga
hreyfingarinnar: Þjóðrækni, plöturækt,
íþróttir og listir, bindindi, trúrækni,
frelsi, skemmtanir. I 1. tbl er grein
með leiðbeiningum um skíðasmíði og
skíðabönd eftir Helga Valtýsson, en að
öðru leyti er efni blaðsins nær ein-
göngu fréttir af félagsstarfinu. 1. ár-
angur er talinn allt til ársloka 1910.
Þeir Helgi og Guðmundur ritstýrðu
Skinfaxa þar til í september 1911 og
voru nokkur fyrstu blöðin prentuð í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Helgi hafði
mestan veg og vanda af ritstjórn blaðs-
ins, útgáfuerfiðið hvíldi mest á honum.
Guðmundur var oft í fyrirlestrarferð-
um víða um landið. I lok ritstjórnarfer-
ils síns skrifar Helgi um starf og stefnu
Skinfaxa og leggur áherzlu á að hún
hafi verið rétt frá upphafi. Takmark-
ið hafi verið að „vekja og göfga ís-
lenzkan æskulýð, styrkja hann og
stæla . . . En leiðin er löng og torsótt
mjög“. Heyrzt hafi þó raddir ung-
mennafélaga, ,,er eigi hafi talið Skin-
faxa vera þannig, er þeir æsktu, án
6
SKINFAXI