Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 8
Jón Kjartansson inn og kjör sjómanna, sem eru ban- vænni en styrjöld vegna hinna mann- skæðu sjóslysa, íþróttir og íþrótta- kennslu, um fánamálið og um fullveld- isbaráttuna og deilurnar um stjórnar- formið, sem væru þó ekki eins áhrifa- mikið stórmál og uppeldi þjóðarinnar. Það er langt frá því að hér með sé tæmd ritverkaskrá Jónasar Jónssonar meðan hann var ritstjóri Skinfaxa. Hér er aðeins drepið á mörg af viðfangs- efnum hans. Einnig hélt hann áfram að skrifa í blaðið eftir að hann lét af rit- stjórn. -fc Um ,,Filistea“ Mikla athygli vöktu greinar Jón- asar um ,,filistea“, en svo kallar hann hina nýju stétt braskara og fjárbralls- manna, sem rökuðu saman fé með því að blekkja hrekklaust fólk og auðtrúa. — Fyrsta greinin um filistea birtist í febrúarblaðinu 1914. Þar segir m. a.: „Þeir læðast ekki inn í hús manna um nætur né storma þau með ofbeldi til féfanga. Þeir koma um hábjarta daga, prúðir og vel búnir, og hegða sér í öllu á vísu vel siðaðra manna. Þeir tefja, þiggja beina, kveðja, fara og enginn gætir að fyrr en þeir eru farnir, að þeir hafa haft á brott með sér meira eða minna af eigum þess, er þeir gistu, stundum aleiguna og mannorðið með. Engin leið er að veita þeim eftirför til að ná fengnum úr greipum þeirra. Allar gerðir þeirra eru löglegar. List þeirra er í því fólgin að hafa fé af öðrum á lög- legan en siðferðilega rangan hátt.“ I greinunum um filistea eru margar lýsingar á atferli þeirra víða um land og varar Jónas fólk við þessu banvæna meini í þjóðarlíkamanum. — Þessar hvössu, vægðarlausu greinar vöktu víð- tæka athygli og voru mikið ræddar. Að sjálfsögðu lögðu margir Skinfaxa til efni í ritstjórnartíð Jónasar, þótt sjálfur væri hann langafkastamestur. Meðal þeirra voru Guðbrandur Magn- ússon, Tryggvi Þórhallsson, Bjarni Ás- geirsson, Sigurður Nordal, Jakob Ó. Lárusson, Guðmundur Davíðsson, Steinþór Guðmundsson, Jón Dúason, Páll Zóphaníasson og Sigurður Guð- mundsson skólameistari. Guðmundur Björnsson landlæknir skrifar um bog- list, sem hann kveður vera girnilega í- þrótt og megi ekki vanrækja hana fremur en kúluvarp. Mikið er ritað um félagsmál hreyfingarinnar, skógrækt, málvöndun, íþróttamál, íslenzka nátt- úru og náttúruvernd, bindindismál o.fl. -j*r Stefáni G. boðið heim Ástæða er til að minnast sérstak- lega á grein, sem Jónas Þorbergsson ritaði í júlíhefti Skinfaxa 1916. Þar leggur hann til að ungmennafélögin hafi forgöngu um að bjóða skáldinu Stephan G. Stephanssyni heim til Is- lands. Þessi bóndi vestur í Klettafjöll- um hafði þá auðgað okkur að stórfeng- legum. Ijóðum, og Jónas taldi það við- eigandi að íslenzk æska byði honum heim. Þessi hugvekja Jónasar Þorbergs 10 SKINFAXT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.