Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 27
Erindrekstur
Guðjóns Ingimundarsonar
Guðjón Ingimundarson, varaformaður
UMFI og formaður Ungmennasam-
bands Skagafjarðar, hefur seinni hluta
vetrar heimsótt stjórnir allmargra hér-
aðssambanda og ungmennafélaga á
Norðurlandi, miðhluta Vesturlands og
víðar. Skinfaxi leitaði frétta hjá Guð-
jóni af þessum ferðum, sem hann vill
sjálfur frekar kalla heimsóknir en er-
indrekstur. Öllum ungmennafélögum
má ljóst vera hvílík nauðsyn UMFÍ er
á því að geta haldið uppi slíku sam-
bandi við aðilana úti um landið, og ekki
sízt ef hægt er að fá jafn ágæta ung-
mennafélaga og valinkunna forystu-
menn og Guðjón til slíkra ferða. Guð-
jóni sagðist svo frá í stuttu máli:
Upphaflega var gert ráð fyrir að ég
gæti haft með mér kvikmyndirnar frá
Landsmótunum á Laugarvatni og á
Eiðum, en hvorug þeirra reyndist til-
búin í vetur. Þess í stað hafði ég með-
ferðis litskuggamyndir, sem ég hafði
sjálfur tekið á tveimur síðustu lands-
mótum ásamt nokkrum myndur frá
landgræðsluferðum o. f 1., sem UMFÍ lét
mér í té. f janúarmánuði hélt ég fundi
í Skagafirði bæði með stjórn UMSS og
stjórnum einstakra félaga. Samgöngur
voru erfiðar um þetta leyti. í byrjun
febrúar fór ég í ferð um Húnavatns-
sýslur og þingaði með forystumönnum
héraðssambandanna og félaga. — A
Blönduósi var haldinn fundur með
stjóm USAH og formönnum flestra fé-
laganna. Málefni hreyfingarinnar voru
rædd fram og aftur, bæði starfið í hér-
aðinu og um UMFf og Skinfaxa. Síðan
hafði ég samband við formann USVH
og sat fund að Reykjaskóla með stjórn
sambandsins og formönnum eða full-
trúum félaganna. Rætt var um málin
svipað og á Blönduósi, og á þessum
fundi var skipulögð spurningakeppni
sambandsins, sem hófst í febrúar.
Að þessu loknu hélt ég suður til
Reykjavíkur, sat stjórnarfund UMFÍ 7.
febrúar og var síðan gestur á héraðs-
þingi Skarphéðins á Selfossi. Að þessu
loknu ferðaðist ég um Borgarfjörð og
hélt m. a. fund að Reykholti ásamt Vil-
hjálmi Einarssyni, formanni UMSB,
Sigurði Guðmundssyni og Höskuldi G.
Karlssyni. Að því búnu var haldið imi
á héraðssvæði HSH. Sat ég fund með
Snæfellingum að Vegamótum 18. febrú
ar. Fundinn sátu 15 manns og var hann
Guðjón
Ingimundarson
SKINFAXI
29