Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 37
kaupgjald launafólks er nærfellt helmingi lægra hér en í nágrannalöndum okkar, þar sem þjóðartekjur á mann eru engu hærri en hér. Mættu þessar andstæður milli þjóðartekna og kaups vinnandi stétta vekja ungt fólk til umhugsunar um það, hvernig lækna megi þá meinsemd, sem óumdeilanlega þjáir íslenzkt efnahagslíf. Á sumrin hefur íslenzka skóla- æskan unnið við garðrækt . . . Æskan og atvinnuleysið ,,í raun og veru er skylda heilbrigðs þjóð- skipulags að sjá öllum þegnum fyrir lífvæn- legri atvinnu, ef framtak einstaklinganna get- ur ekki megnað framkvæmd jafn sjálfsagðra hluta. Það virðist þó eiga langt í land. Öllum atvinnuleysingjum er hætt við að bíða tjón á líkama og sál, vegna heimsku þess skipu- lags, sem neitar verkfæru fólki um vinnu. Unglingarnir eru þó í enn meiri hættu“. Það er ekki langt síðan það hefði þótt gamaldags barlómur að hafa þessi orð yfir. Þau voru reyndar skrifuð í afmælisrit UMFÍ um það leyti sem samtökin urðu 30 ára og atvinnuleysi kreppuáranna hafði hrellt lands- fólkið um árabil. Síðan eru liðin önnur 30 ár og nú eru 2000 manns atvinnulausir um hávertíðartímann. Um þessar mundir bætast um 8000 ungmenni úr framhaldsskólum landsins á vinnumark- aðinn, og samkvæmt nýgerðri skoðanakönn- un hins opinbera hefur aðeins um þriðjung- ur þessa unga fólks vísa sumarvinnu. Hópur atvinnulauss skólafólks var stór í fyrrasum- ar, og ekki eru horfurnar bjartari nú. Sumarvinna skólafólks hefur löngum verið einkennandi þáttur í okkar þjóðfélagi m. a. vegna þess, að hér eru sumarleyfi skóla lengri en víðast annars staðar. Þetta hefur í fyrsta lagi haft afgerandi áhrif um það, að fjölda ungs fólks hefur verið kleift að stunda framhaldsnám. í öðru lagi tengir þetta skólaæskuna hinum ýmsu þáttum atvinnu- lífsins og gerir skólaunglingana starfhæfari þjóðfélagsþegna. í þriðja lagi hefur atvinnu- líf landsins fengið hér góðan liðsstyrk, sem skapað hefur ótalin verðmæti fyrir þjóðar- heildina. Atvinnuleysi er hroðalegt þjóðfélagsböl og ósæmandi. Atvinnuleysi skólaæskunnar er sérstakt alvörumál á íslandi. Samtök ungs fólks geta ekki leitt það hjá sér. Ungmennafélagar. Látið ekki við það sitja að bölva ríkisstjórnum fyrir skipulagsleysið. Ræðið málið og komið með ykkar tillögur til úrbóta. Skinfaxi er reiðubúinn að koma þeim á framfæri. . . . við fiskiðnaðinn, eða ýmis önnur þjóð- holl störf. Hermannsins hæll Brezka heimsveldið er voldugt og öruggt til stórræða, og brezki herinn lætur mjög að sér hveða í ýmsum heimshornum um þessar mundir. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á eyj- SKINFAXI 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.