Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 15
um ungmennafélögin í þessu þjóðfé- lagsástandi í 1. hefti blaðsins 1936. — Ungmennafélagshreyfingin gat ekki látið þessi brennandi vandamál æsku- fólks afskiptalaus. A 11. sambands- þingi UMFÍ í Þrastaskógi 1936 var samþykkt að setja eftirfarandi grein í stefnuskrá UMFÍ: ,,Að vinna að því, að næg og lífvænleg atvinna bíði allra unglinga, er vaxa upp í landinu, þegar þeir hafa náð starfsaldri eða lokið námi“. „Ungmennafélögin hafa glatað tilverurétti sínum, ef þau taka ekki til- lit til og skilja kröfur æskunnar um bætt efnaleg skilyrði," skrifar ungur guðfræðingur í 1. hefti 1937, Eiríkur J. Eiríksson, þá nýkjörinn varasam- bandsstjóri. I grein sinni birtir Eiríkur nýtt og vekjandi mat á viðfangsefnum ungmennafélaga í samræmi við þjóð- félagsþróunina og ástandið í heimsmál- málunum. Sama ár skrifar Aðalsteinn Sigmundsson langa og gagnmerka grein um æskuna, vandamál hennar og úr- ræði henni til handa. Greinin nefnist „Atvinnulaus æska“ og í henni lýsir Aðalsteinn þeim eymdarkjörum, se'm ungu alþýðufólki eru boðin, og leggur jafnframt fram tillögur til úrbóta. Hinar pólitísku andstæður í þjóð- félaginu aukast stöðugt. Arnór Sigur- jónsson hvetur ungmennafélaga í grein árið 1937 til að standa gegn tilraun pólitískra leiðtoga eldri kynslóðarinnar til að smala skólaæskunni með hótun- um í svokallaða „Vökumannahreyf- ingu“ grímubúinn pólitískan félagsskap til varnar ráðandi skipulagi. Friðsamlegri mál A kreppuárunum var fjallað um margt annað en þjóðfélagsleg deilumál í Skinfaxa. Má þar t. d. nefna greinar eftir Kristján frá Garðsstöðum og Ragnar Ásgeirsson um málvöndun, ör- nefni og mannanöfn. Ungur flugmað- ur, Agnar Kofoed Hansen, ritar nokkr- ar greinar og hvetur ungmennafélaga til þátttöku í svifflugi og uppbyggingu llugmála og flugsamganagna hér á landi. 1939 ritar ungur jarðfræðingur, Sigurður Þórarinsson, grein um nauð- syn þess að stofna byggðasöfn til að bjarga minjum og minningum um forna hluti og lýsingum íslenzkra at- vinnuhátta og lífskjara. Landgræðsla en ekki hernám 1940 var síðasta árið, sem Aðal- steinn Sigmundsson gegndi ritstjóra- störfum við Skinfaxa, en tveim árum áður hafði hann látið af störfum sam- bandsstjóra UMFI. Aðalsteinn stýrði blaðinu og veitti UMFÍ forstöðu á erf- iðu tímabili. Hreyfingunni var það mik- il gæfa að fá að njóta starfskrafta hans og forystu. Hann var prýðilega ritfær. Skrif hans í Skinfaxa vitna um fram- sýni og víðsýni, góða menntun og óbil- ’ --------------- ------------------------------- Þegar ísland var hernumið 1940, skrifaði Aðalsteinn greinina „Vér mótmælum allir“. SKINFAXI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.