Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 15

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 15
um ungmennafélögin í þessu þjóðfé- lagsástandi í 1. hefti blaðsins 1936. — Ungmennafélagshreyfingin gat ekki látið þessi brennandi vandamál æsku- fólks afskiptalaus. A 11. sambands- þingi UMFÍ í Þrastaskógi 1936 var samþykkt að setja eftirfarandi grein í stefnuskrá UMFÍ: ,,Að vinna að því, að næg og lífvænleg atvinna bíði allra unglinga, er vaxa upp í landinu, þegar þeir hafa náð starfsaldri eða lokið námi“. „Ungmennafélögin hafa glatað tilverurétti sínum, ef þau taka ekki til- lit til og skilja kröfur æskunnar um bætt efnaleg skilyrði," skrifar ungur guðfræðingur í 1. hefti 1937, Eiríkur J. Eiríksson, þá nýkjörinn varasam- bandsstjóri. I grein sinni birtir Eiríkur nýtt og vekjandi mat á viðfangsefnum ungmennafélaga í samræmi við þjóð- félagsþróunina og ástandið í heimsmál- málunum. Sama ár skrifar Aðalsteinn Sigmundsson langa og gagnmerka grein um æskuna, vandamál hennar og úr- ræði henni til handa. Greinin nefnist „Atvinnulaus æska“ og í henni lýsir Aðalsteinn þeim eymdarkjörum, se'm ungu alþýðufólki eru boðin, og leggur jafnframt fram tillögur til úrbóta. Hinar pólitísku andstæður í þjóð- félaginu aukast stöðugt. Arnór Sigur- jónsson hvetur ungmennafélaga í grein árið 1937 til að standa gegn tilraun pólitískra leiðtoga eldri kynslóðarinnar til að smala skólaæskunni með hótun- um í svokallaða „Vökumannahreyf- ingu“ grímubúinn pólitískan félagsskap til varnar ráðandi skipulagi. Friðsamlegri mál A kreppuárunum var fjallað um margt annað en þjóðfélagsleg deilumál í Skinfaxa. Má þar t. d. nefna greinar eftir Kristján frá Garðsstöðum og Ragnar Ásgeirsson um málvöndun, ör- nefni og mannanöfn. Ungur flugmað- ur, Agnar Kofoed Hansen, ritar nokkr- ar greinar og hvetur ungmennafélaga til þátttöku í svifflugi og uppbyggingu llugmála og flugsamganagna hér á landi. 1939 ritar ungur jarðfræðingur, Sigurður Þórarinsson, grein um nauð- syn þess að stofna byggðasöfn til að bjarga minjum og minningum um forna hluti og lýsingum íslenzkra at- vinnuhátta og lífskjara. Landgræðsla en ekki hernám 1940 var síðasta árið, sem Aðal- steinn Sigmundsson gegndi ritstjóra- störfum við Skinfaxa, en tveim árum áður hafði hann látið af störfum sam- bandsstjóra UMFI. Aðalsteinn stýrði blaðinu og veitti UMFÍ forstöðu á erf- iðu tímabili. Hreyfingunni var það mik- il gæfa að fá að njóta starfskrafta hans og forystu. Hann var prýðilega ritfær. Skrif hans í Skinfaxa vitna um fram- sýni og víðsýni, góða menntun og óbil- ’ --------------- ------------------------------- Þegar ísland var hernumið 1940, skrifaði Aðalsteinn greinina „Vér mótmælum allir“. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.