Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 38
Brezkur dáti með alvæpni við heræfingar aust- ur við Búrfell. unni Anguilla í Karabiska hafinu, gengu ridd- arar hennar hátignar á land á öðru eylandi i öðru hafi. A vordegi eru þeir komnir inn á afréttarlönd Hreppamanna þsirra erinda að frelsa prófessor Faskruorbakti og dóttur hans úr óvinahöndum. Til þess duga ekki minna en sjö daga heræfingar norðan Þjórsárdals með þátttöku bandarískra hermanna af Kefla víkurflugvelli. Það var nærgætilegt af drottn- ingunni að senda oss landherinn í þetta sinn til að minnast 10 ára afmælis heimsóknar brezka flotans í íslenzka landhelgi haustið 1958. Það er orðið þröngt um heræfingar á heima- lendum herveldanna og því eðlilegt að leitað sé olnbogarýmis á eldfjallaslóðum og út- skerjum. Einhverjum kann þó að finnast, notkun íslenzkra óbyggða til vígvéla- og her- mennskuæfinga vera í ósamræmi við þá hug- sjón, sem íslenzk æska virðist nú vera að gera að sinni: að klæða landið gróðri. Og hvernig er hugarfari þeirra stjórnvalda varið, sem bjóða land sitt falt til slíkra at- hafna erlends herveldis. Sannast hér enn það sem skáldið kvað?: Sú þjóð sem löngum átti’ ekki’ í sig brauð en einatt bar þó reisn í fátækt sinni, skal efnum búin orðin þvílíkt gauð er öðrum bjóði sig að fótaskinni. Sú þjóð sem horuð ærið afhroð galt af ofurheitri trú á frelsið dýra, hún býður lostug sama frelsi falt með fitustokkinn belg og galtarsvíra. (Jón Helgason) Landgræðslumannsins hönd Æskulýðssamband íslands vann þarft verk með ráðstefnu sinni um gróðureyðingu og landgræðslu fyrir skömmu. Það fór vel á því að þessi heildarsamtök æskulýðsfélaga skyldu sinna málinu á þennan hátt. Ungmennafé- lögin hafa þegar byrjað landgræðslustarf víða um land, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinú, og sömuleiðis Lionsklúbburinn Bald- ur. Ráðstefna þessi, sem ÆSÍ hélt í samvinnu við náttúruverndarráð Hins islenzka náttúru- fræðifélags, tókst með ágætum. Þar fjölluðu margir mætir menn um eyðingu gróðurs og jarðvegs og þau ráð, sem duga megi til að hefta uppblásturinn og auka gróðurlendið. Meðal fyrirlesara voru Ingvi Þorsteinsson, Hákon Bjarnason, Sigurður Þórarinsson, Jón- as Jónsson, Hjalti Gestsson og Jóhannss Sig- mundsson formaður HSK, sem greindi frá landgræðslustarfi ungmennafélaganna. Fyr- irlestrarnir voru hinir merkustu og umræður fróðlegar. Landgræðsla ríkisins hefur þsgar friðað um 1500 ferkílómetra lands á 75 svæð- um í 12 sýslum landsins, og sum þessara svæða eru nú þegar fullgróin. Skógrækt rík- isins hefur friðað um 320 ferkílómetra svæði með skógræktargirðingum, bæði skógleifar og skóglaus svæði til gróðurverndar og rækt- unar nýs skógar. Sú kynslóð, sem nú er að erfa ísland, tek- ur við helmingi minna gróðurlendi en forfeð- ur vorir, sem námu landið fyrir nærri 1100 árum. Hér stoðar nú engin bölsýni eða ásak- anir í garð forfeðranna, sem háðu hina erf- iðustu lífsbaráttu, heldur vinna og dugandi aðgerðir. Unga fólkið getur sjálft snúið þró- uninni við. Skoðun ráðstefnunnar felst í skor- inorðri ályktun, þar sem segir m. a.: ,,íslendingum er skylt að sporna við frekari gróður- og jarðvegseyðingu en orðin er og að bæta landið, þannig að því sé skilað betra og byggilegra til komandi kynslóða. Ekki er unnt að ásaka fyrri kynslóðir fyrir illa meðferð gróðurs. Þær áttu ekki annarra kosta völ. Núlifandi kynslóð getur hins vegar ekki skot- 40 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.