Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 10
eða reist á slóð sinni sýnilegt tákn af- reka sinna. Fólk hafi ekki reynzt hafa þol og þrautsegju til að fást við verk- legustu viðfangsefnin, svo sem skóg- rækt og málhreinsun. — Til þess að halda lífi í félögunum hafi þau víða horfið að öðrum viðfangsefnum. Hey- forðabúr, vegabætur, húsbyggingar o. fl. þ. h. hafi reynzt líftaug margra fé- laga um mörg ár. Ungmennafélögunum hafi verið ætlað að hrífa æskulýð lands- ins úr deyfð og fásinni og skipa honum í þéttar fylkingar til sífelldrar þátttöku í framsókn þjóðarinnar. Stefnuskrár- málin hafi ekki reynzt innihaldslaust mál. En hvers vegna hefur félögunum áunnizt svo lítið á sviði þeirra? — ,,Svarið er í fáum orðum það, að ung- mennafélögin hafa elzt með stofnend- um sínum og hreyzt eins og þeir“. Til- lasra Jónasar Þorbergssonar er sú að skipta ungmennafélögunum x ,,fram- farafélög" og ,,ungmennafélög“, sem séu deildir í sömu félagsheild, og ald- ursamkið á milli sé 25 ár. Tillögur Jón- asar eru í mörgum liðum og marg- brotnum, en útkoman var tvímælalaust ofskipu'agning með tvöföldu kerfi hér- aðssambanda o. s. frv. Þessi grein Jón- asar Þorbergssonar er sú ítarlegasta af umræðum í ræðu og riti, sem farið var að bera á um þessar mundir. Ástæðan var sú, að frumherjarnir, sem stofnuðu ungmennafélagshreyfinguna voru farn- ir að hverfa að öðrum viðfangsefnum í hjóðlífinu og allmargir þeirra hugðu á stórvirki á vettvangi þjóðmála og stóðu við það. Það var eðlilegt að það yrði erfitt að finna unga menn, sem treystu sér að taka við af þessum þekktu og reyndu upphafsmönnum, og að nokkur deyfð færðist í félagsskap- inn að sumu leyti eftir fyrsta vaxtar- Ólafur Kjartansson skeiðið og meðan þreifað var fyrir sér um nýja forystumenn og ný verkefni. I september 1919 verða næstu rit- stjóraskipti, er Jón Kjartansson fer til Englands. Ólafur Kjartansson tekur við. Hann hafði verið kennari í Vík í Mýrdal, en síðan farið til Bandaríkj- anna og lokið námi í uppeldisfræði við háskólann í Chigago. Ólafur ritar ítarlega framhaldsgrein um skólamál, um alþýðuskóla og ný- ungar í kennsluháttum í samræmi við þjóðfélag samtímans. Frá upphafi var menntun æskunnar eitt að höfuðbar- áttumálum ungmennafélaganna og skrif Ólafs voru góður skerfur til þeirra mála. — I framhaldi af þessu skrifar Björn H. Jónsson, þá skólastjóri í Vest- mannaeyjum grein um lýðháskóla á Suðurlandsundirlendinu og Sigurður Guðjónsson ritar langa grein um upp- runa, vöxt og áhrif hinna norrænu lýð- háskóla. Guðmundur frá Mosdal á um þetta leyti og lengi síðar gagnmerkar greinar í blaðinu um heimilisiðnað og félagsmál. 'A' Helgi endurheimtist Árið 1920 ber svo til að Helgi Valtýsson, fyrsti ritstjóri Skinfaxa, 12 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.