Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 10
eða reist á slóð sinni sýnilegt tákn af- reka sinna. Fólk hafi ekki reynzt hafa þol og þrautsegju til að fást við verk- legustu viðfangsefnin, svo sem skóg- rækt og málhreinsun. — Til þess að halda lífi í félögunum hafi þau víða horfið að öðrum viðfangsefnum. Hey- forðabúr, vegabætur, húsbyggingar o. fl. þ. h. hafi reynzt líftaug margra fé- laga um mörg ár. Ungmennafélögunum hafi verið ætlað að hrífa æskulýð lands- ins úr deyfð og fásinni og skipa honum í þéttar fylkingar til sífelldrar þátttöku í framsókn þjóðarinnar. Stefnuskrár- málin hafi ekki reynzt innihaldslaust mál. En hvers vegna hefur félögunum áunnizt svo lítið á sviði þeirra? — ,,Svarið er í fáum orðum það, að ung- mennafélögin hafa elzt með stofnend- um sínum og hreyzt eins og þeir“. Til- lasra Jónasar Þorbergssonar er sú að skipta ungmennafélögunum x ,,fram- farafélög" og ,,ungmennafélög“, sem séu deildir í sömu félagsheild, og ald- ursamkið á milli sé 25 ár. Tillögur Jón- asar eru í mörgum liðum og marg- brotnum, en útkoman var tvímælalaust ofskipu'agning með tvöföldu kerfi hér- aðssambanda o. s. frv. Þessi grein Jón- asar Þorbergssonar er sú ítarlegasta af umræðum í ræðu og riti, sem farið var að bera á um þessar mundir. Ástæðan var sú, að frumherjarnir, sem stofnuðu ungmennafélagshreyfinguna voru farn- ir að hverfa að öðrum viðfangsefnum í hjóðlífinu og allmargir þeirra hugðu á stórvirki á vettvangi þjóðmála og stóðu við það. Það var eðlilegt að það yrði erfitt að finna unga menn, sem treystu sér að taka við af þessum þekktu og reyndu upphafsmönnum, og að nokkur deyfð færðist í félagsskap- inn að sumu leyti eftir fyrsta vaxtar- Ólafur Kjartansson skeiðið og meðan þreifað var fyrir sér um nýja forystumenn og ný verkefni. I september 1919 verða næstu rit- stjóraskipti, er Jón Kjartansson fer til Englands. Ólafur Kjartansson tekur við. Hann hafði verið kennari í Vík í Mýrdal, en síðan farið til Bandaríkj- anna og lokið námi í uppeldisfræði við háskólann í Chigago. Ólafur ritar ítarlega framhaldsgrein um skólamál, um alþýðuskóla og ný- ungar í kennsluháttum í samræmi við þjóðfélag samtímans. Frá upphafi var menntun æskunnar eitt að höfuðbar- áttumálum ungmennafélaganna og skrif Ólafs voru góður skerfur til þeirra mála. — I framhaldi af þessu skrifar Björn H. Jónsson, þá skólastjóri í Vest- mannaeyjum grein um lýðháskóla á Suðurlandsundirlendinu og Sigurður Guðjónsson ritar langa grein um upp- runa, vöxt og áhrif hinna norrænu lýð- háskóla. Guðmundur frá Mosdal á um þetta leyti og lengi síðar gagnmerkar greinar í blaðinu um heimilisiðnað og félagsmál. 'A' Helgi endurheimtist Árið 1920 ber svo til að Helgi Valtýsson, fyrsti ritstjóri Skinfaxa, 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.