Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 18
Þjdlfaranamskeið fyrir ungmennaféaga Nýlokið er þjálfaranámskeiði í frjáls- um íþróttum, sem haldið var í Reykja- vík að undirlagi Ungmennafélags Is- lands. Slík námskeið eru haldin á veg- um íþróttakennaraskóla Islands í sam- ráði við Frjálsíþróttasambandið. Á sl. hausti fór UMFl þess á leit við Iþrótta- kennaraskólann að haldið yrði slíkt námskeið í Reykjavík fyrir ungmenna- félaga utan af landsbyggðinni, sem dvelja í höfuðstaðnum að vetrinum við nám eða aðra vinnu. Er skemmst frá því að segja að námskeiðið hófst í febrúar. Kennari og umsjónarmaður námskeiðsins var Guðmundur Þórar- insson íþróttakennari. Á námskeiðinu voru kenndar allar leikreglur frjálsra íþrótta, þjálfunarað- ferðir og framkvæmd hinna fjölmörgu greina frjálsra íþrótta. Námsstunda- fjöldi á þjálfaranámskeiði 1. stigs er 80 stundir. Námskeið sem þessi gera mik- ið gagn. Nemendurnir miðla síðan þekk ingu sinni með því að kenna ungu á- hugasömu fólki og þjálfa það. Nokkur slík námskeið hafa áður verið haldin á vegum iKl og FRÍ annars vegar og hér- aðssambandanna hins vegar. — Hug- myndin með því að halda þetta nám- skeið á vegum UMFÍ var sú, að ung- mennafélagarnir utan af landi, sem dvelja í Reykjavík, gætu notað frí- stundir sínar þar til þess að afla sér þekkingar og réttinda á þessu sviði. Stjórn UMFl kaus nefnd úr hópi á- hugamanna um þessi efni, og er það ekki sízt að þakka starfi hennar að þetta námskeið komst á fót. Nefndina skipuðu, Þórólfur Þórlindsson og Sig- urður Jónsson. Stigakerfi þjálfara Formaður skólastjórnar Iþróttakenn- araskólans, Þorsteinn Einarsson íþrótta fulltrúi, veitti Skinfaxa upplýsingar um skipulag og tilgang námskeiða sem þessa. Slík menntun þjálfara er algeng erlendis, t. d. á hinum Norðurlöndun- um og í Þýzkalandi. iKl skipulagði slíkt kerfi með þremur stigum fyrir þjálfara og bauð sérsamböndunum að kosta námskeiðin að fullu og öllu, bæði laun kennara og leigu kennsluhúsnæð- is. Iþróttakennaraskólinn viðurkennir síðan kennsluréttindi þess fólks, sem útskrifast af slíkum námskeiðum og afhendir þeim prófskírteini að loknu hverju stigi. Til þessa hafa verið haldin 7 þjálf- unarnámskeið 1. stigs í frjálsum í- þróttum, öll á vegum héraðssamband- anna úti á landi, þrjú á Núpi á vegum HVI, þrjú á Laugum á vegum HSÞ og eitt í Borgarnesi á vegum UMSB. Nám- 20 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.