Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 18

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 18
Þjdlfaranamskeið fyrir ungmennaféaga Nýlokið er þjálfaranámskeiði í frjáls- um íþróttum, sem haldið var í Reykja- vík að undirlagi Ungmennafélags Is- lands. Slík námskeið eru haldin á veg- um íþróttakennaraskóla Islands í sam- ráði við Frjálsíþróttasambandið. Á sl. hausti fór UMFl þess á leit við Iþrótta- kennaraskólann að haldið yrði slíkt námskeið í Reykjavík fyrir ungmenna- félaga utan af landsbyggðinni, sem dvelja í höfuðstaðnum að vetrinum við nám eða aðra vinnu. Er skemmst frá því að segja að námskeiðið hófst í febrúar. Kennari og umsjónarmaður námskeiðsins var Guðmundur Þórar- insson íþróttakennari. Á námskeiðinu voru kenndar allar leikreglur frjálsra íþrótta, þjálfunarað- ferðir og framkvæmd hinna fjölmörgu greina frjálsra íþrótta. Námsstunda- fjöldi á þjálfaranámskeiði 1. stigs er 80 stundir. Námskeið sem þessi gera mik- ið gagn. Nemendurnir miðla síðan þekk ingu sinni með því að kenna ungu á- hugasömu fólki og þjálfa það. Nokkur slík námskeið hafa áður verið haldin á vegum iKl og FRÍ annars vegar og hér- aðssambandanna hins vegar. — Hug- myndin með því að halda þetta nám- skeið á vegum UMFÍ var sú, að ung- mennafélagarnir utan af landi, sem dvelja í Reykjavík, gætu notað frí- stundir sínar þar til þess að afla sér þekkingar og réttinda á þessu sviði. Stjórn UMFl kaus nefnd úr hópi á- hugamanna um þessi efni, og er það ekki sízt að þakka starfi hennar að þetta námskeið komst á fót. Nefndina skipuðu, Þórólfur Þórlindsson og Sig- urður Jónsson. Stigakerfi þjálfara Formaður skólastjórnar Iþróttakenn- araskólans, Þorsteinn Einarsson íþrótta fulltrúi, veitti Skinfaxa upplýsingar um skipulag og tilgang námskeiða sem þessa. Slík menntun þjálfara er algeng erlendis, t. d. á hinum Norðurlöndun- um og í Þýzkalandi. iKl skipulagði slíkt kerfi með þremur stigum fyrir þjálfara og bauð sérsamböndunum að kosta námskeiðin að fullu og öllu, bæði laun kennara og leigu kennsluhúsnæð- is. Iþróttakennaraskólinn viðurkennir síðan kennsluréttindi þess fólks, sem útskrifast af slíkum námskeiðum og afhendir þeim prófskírteini að loknu hverju stigi. Til þessa hafa verið haldin 7 þjálf- unarnámskeið 1. stigs í frjálsum í- þróttum, öll á vegum héraðssamband- anna úti á landi, þrjú á Núpi á vegum HVI, þrjú á Laugum á vegum HSÞ og eitt í Borgarnesi á vegum UMSB. Nám- 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.