Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 35
skóla í Edinborg og hafði þaðan lofsam- legan vitnisburð. Upp úr þessu fór Jón til Rússlands og kenndi m. a. lögreglunni í Odessa íslenzka glímu. Þar giftist Jón rússneskri aðalskonu semhét Olga Olsofijeff en móðir henn- ar var frönsk greifadóttir, de Gramond. Faðir hennar var rússneskur liðsfor- ingi, er starfaði hjá frönsku flotastjórn inni. Þau skildu síðar. Þegar Jón var búsettur í Pétursborg, var hann gerður þar að kennara í leikfimi og sundi við herforingjaskólann í borginni. Loks var hann skipaður í sex manna nefnd, sem átti að hafa yfirumsjón með allri fim- leikakennslu í ríki Rússakeisara. Árin liðu og allt virtist leika í lyndi En þá skall á heimsstyrjöldin fyrri og lcks leystist veldi keisarans upp inn- anfrá. Árið 1920 fluttir Jón Helgason til Kaupmannahafnar. Þar fékkst Jón við verksmiðjurekstur og heildverzlun og kvæntist íslenzkri konu, Kristínu listmálara Guðmundsdóttur. Jón Helgason Landgrœðslan í sumar Stjórnarmenn úr UMFÍ hafa í samráði við Landgræðslu ríkisins gert áætlun um land- græðslustarfsemi ungmennafélaganna í sum- ar. — Áburðarmagnið og grasfræið, sem ung- mennafélögin fá til dreifingar í sumar, er því miður lítið meira en í fyrra, þ. e. 70—80 lest- ir af áburði og um 5 lestir af grasfræi. Mörg héraðssambönd og einstök félög hafa þegar boðið fram sjálfboðavinnu við land- græðsluna, og er áhuginn stöðugt vaxandi um allt land. Áformaðar eru 11—12 landgræðslu- ferðir á vegum samtakanna, og mun Olafur Ásgeirsson stjórna flestum þeirra. Ungmenna- félagar þurfa að leggja áherzlu á að halda öllum kostnaði við ferðirnar sem lægstum. Landgræðslan ætlar vissa fjárupphæð í starf- ið, og lægri tilkostnaður þýðir meira grasfræ og meiri áburð til dreifingar. Þá hefur verið um það rætt, að ungmenna- félagar taki þátt í öðrum greinum landgræðsl starfsins, þ. e. í melskurði og söfnun og sán- ingu lúpínufræs. Gæti slíkt orðið til þess að auka verulega störf ungmennafélaga í upp- græðslu landsins. Þessi störf krefjast mikils mannafla, og verður væntanlega nánar skýrt frá þessu í næsta blaði. Söfnun lúpínufræs fer fram í ágústlok og melskurður í september. Helztu lúpínusvæðin eru í Fljótshlíð, Hauka- dal, Þjórsárdal og í Heiðmörk. Stærstu mel- skurðarsvæðin eru hins vegar í Austur-Land- eyjum, Þykkvabæ, Þorlákshöfn, Höfnum, Sauðlauksdal, Axarfirði, Vík í Mýrdal og á Hólsfjöllum. SKINFAXI 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.