Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 35
skóla í Edinborg og hafði þaðan lofsam-
legan vitnisburð.
Upp úr þessu fór Jón til Rússlands
og kenndi m. a. lögreglunni í Odessa
íslenzka glímu.
Þar giftist Jón rússneskri aðalskonu
semhét Olga Olsofijeff en móðir henn-
ar var frönsk greifadóttir, de Gramond.
Faðir hennar var rússneskur liðsfor-
ingi, er starfaði hjá frönsku flotastjórn
inni. Þau skildu síðar. Þegar Jón var
búsettur í Pétursborg, var hann gerður
þar að kennara í leikfimi og sundi við
herforingjaskólann í borginni. Loks var
hann skipaður í sex manna nefnd, sem
átti að hafa yfirumsjón með allri fim-
leikakennslu í ríki Rússakeisara.
Árin liðu og allt virtist leika í lyndi
En þá skall á heimsstyrjöldin fyrri og
lcks leystist veldi keisarans upp inn-
anfrá. Árið 1920 fluttir Jón Helgason
til Kaupmannahafnar. Þar fékkst Jón
við verksmiðjurekstur og heildverzlun
og kvæntist íslenzkri konu, Kristínu
listmálara Guðmundsdóttur.
Jón
Helgason
Landgrœðslan í
sumar
Stjórnarmenn úr UMFÍ hafa í samráði við
Landgræðslu ríkisins gert áætlun um land-
græðslustarfsemi ungmennafélaganna í sum-
ar. — Áburðarmagnið og grasfræið, sem ung-
mennafélögin fá til dreifingar í sumar, er því
miður lítið meira en í fyrra, þ. e. 70—80 lest-
ir af áburði og um 5 lestir af grasfræi.
Mörg héraðssambönd og einstök félög hafa
þegar boðið fram sjálfboðavinnu við land-
græðsluna, og er áhuginn stöðugt vaxandi um
allt land. Áformaðar eru 11—12 landgræðslu-
ferðir á vegum samtakanna, og mun Olafur
Ásgeirsson stjórna flestum þeirra. Ungmenna-
félagar þurfa að leggja áherzlu á að halda
öllum kostnaði við ferðirnar sem lægstum.
Landgræðslan ætlar vissa fjárupphæð í starf-
ið, og lægri tilkostnaður þýðir meira grasfræ
og meiri áburð til dreifingar.
Þá hefur verið um það rætt, að ungmenna-
félagar taki þátt í öðrum greinum landgræðsl
starfsins, þ. e. í melskurði og söfnun og sán-
ingu lúpínufræs. Gæti slíkt orðið til þess að
auka verulega störf ungmennafélaga í upp-
græðslu landsins. Þessi störf krefjast mikils
mannafla, og verður væntanlega nánar skýrt
frá þessu í næsta blaði. Söfnun lúpínufræs fer
fram í ágústlok og melskurður í september.
Helztu lúpínusvæðin eru í Fljótshlíð, Hauka-
dal, Þjórsárdal og í Heiðmörk. Stærstu mel-
skurðarsvæðin eru hins vegar í Austur-Land-
eyjum, Þykkvabæ, Þorlákshöfn, Höfnum,
Sauðlauksdal, Axarfirði, Vík í Mýrdal og á
Hólsfjöllum.
SKINFAXI
37