Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 32
Erlingur Pálsson var snjall glímu- maður og æfði mikið glímu á yngri ár- um og tók þátt í kappglímum. Hann var alla tíð einlægur unnandi glímu- íþróttarinnar og átti yfir miklum fróð- leik að þúa varðandi glímuna. Erlingur var um tugi ára einn af fremstu forystumönnum íþróttahreyf- ingarinnar, varaforseti ISI var hann um skeið og mörgum öðrum trúnaðarstörf- um gegndi hann fyrir íþróttastarfsem- ina. Hann var sérstæður og eftirminni- legur persónuleiki sem seint mun gleymast þeim, sem honum kynntust. Kári Arngrímxson Kári Arngrímsson frá Staðarholti í Köldukinn lést þann 9. september 1967. Hann var að flestu enginn miðlungs- maður. Ungur þótti hann mikið glæsi- menni og bar af í hópi æskumanna þar sem hann kom fram. I meðvitund minni hefur ekki ein- imgis nafn hans minnt á nafna hans í Njálssögu, heldur og eigi síður hitt, hversu vel hann var íþróttum búinn, hástökks- og langstökksmaður hinn bezti, fimur og frækilegur í hvívetna. En frægastur mun hann þó vera sem glímumaður, enda þótti hann sjálf- kjörinn þátttakandi, þegar valdir voru glímumenn til að sýna íslenzka glímu á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Kári glímdi af miklum léttleika, stóð beinn og vel að glímunni, hann var fim- ur, snöggur og sterkur. Glímufélagar hans höfðu miklar mætur á honum sökum mannkosta hans, atgervis og glæsimennsku. Kári var hinn fjölhæfasti glímumað- ur, jafnfimur í sókn og vörn. Helztu glímubrögð hans voru: Klofbragð, snið- glíma og leggjarbragð. Kári tók þátt í mörgum kappglímum og sýningar- glímum. Alls var hann þáátttakandi í sex Íslandsglímum 1908—1913 og stóð mjög framarlega í öllum þessum glím- um, gekk hann t. d. í Íslandsglímunni 1912 næstur að vinningum Sigurjóni Péturssyni, sem þá varð glímukappi Is- lands. Er vert að geta þess, að á þess- um árum var ekki við neina aukvisa að eiga, þar sem voru menn eins og Sigurjón, Hallgrímur Benediktsson og Guðmundur A. Stefánsson ásamt mörg- um öðrum snjöllum glímumönnum, er þrautæfðu glímu. Karlmennskulund Kára Arngríms- sonar er við brugðið, hvar sem hann gekk að í íþróttaleikum. En heima í héraði hans er líka höfð til frásagnar um frækni hans sagan af því, þegar hann var á rjúpnaveiðum uppi í há- brúnum Kinnarfjalla og slysaskot hljóp úr byssu, reif kviðvöðva hans að innyflum og tætti sundur aflvöðva upp- handleggs. Þá reyrði hann föt að sér og gekk heim einn og óstuddur, þó að blóðrás mæddi og blóð yrði eftir í hverju spori. Kári Arngrímsson 34 SKINPAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.