Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 11
flyzt aftur til fósturjarðarinnar eftir sjö ára starf í Noregi. „Seint fyrnast fom- ar ástir“, skrifar hann sjálfur og geng- ur rakleitt til starfa á ný meðal ung- mennafélaga. Hann birtir ávarp í Skin- faxa, 5.—6. tbl. 1920, fer í erindrekst- ur um Árnessýslu og Borgarfjarðar- sýslu og í ágústmánuði tekur hann við ritstjórn þessa málgagns á ný. Það eru erfiðir tímar. Skuggar ó- friðarins mikla grúfa yfir hugum manna. „Menn hafa látið hugsjónir sínar falla hér sem annars staðar,“ — skrifar Helgi. Bjartsýni og eldmóður aldamótaáranna hefur snúizt í kæru- leysi, peningahyggju og vantrú á mann- göfgi. Flóttinn úr sveitunum á mölina er hafinn. I Skinfaxa skorar Helgi á ungmennafélaga að láta samtökin „nú sem áður vekja og glæða áhuga og starfsþrá æskulýðsins í góðum og göfg- andi félagsskap á þjóðlegum grund- velli“. Helgi lætur af ritstjórastörfum í árslok 1921. I ársbyrjun 1922 hefst ritstjóralaust tímabil Skinfaxa og annast sambands- stjórnin imdir forystu Magnúsar Stef- ánssonar um blaðið. Einkum mun Guð- mundur Davíðsson og Guðmundur frá Brennu hafa séð um útgáfuna. I fyrsta tbl. er hin merka grein Guðmundar Davíðssonar „Þingvallafriðunin“, þar sem greint er frá upphafi hugmyndar- innar um friðun Þingvalla en hugmynd- inni um að gera Þingvöll að þjóðgarði hafði Guðmundur hreyft þegar árið 1910. — Guðmundur ritar einnig um Þrastaskóg og flytur fyrstur tillöguna IIIIMIIHIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIllllIIIINIIIIIIIllllllllllllMIIIIIIllllllllllllinilllMlllllllllllillllilllllillllllllllllllllIllinillllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllll | Nafnið á tímariti UMFÍ er komið úr hinni = miklu nafnauppsprettu Eddukvæðanna og | Snorra-Eddu. í Vafþrúðnismálum er Óðni | sjálfum lögð þessi vísa í munn: | „Skinfaxi heitir, | er inn skíra dregur | dag of dróttmögu; hesta beztur þykir hann með Hreiðgotum; ey lýsir mön af mari.“ Snorri Sturluson skrifar svo í Gylfaginn- = ingu: — „Þá tók Alfaðir Nótt og Dag son = hennar, og gaf þeim tvo hesta og tvær 1 kerrur og sendi þau upp á himin, að þau | skuli ríða á hverjum tveim dægrum um- | hverfis jörðina. Ríður Nótt fyrir þeim = hesti, er kallaður er Hrímfaxi, og að | morgni hverjum döggvir hann jörðina af f mérdropum sínum. Sá hestur, er Dagur á, | heitir Skinfaxi, og lýsir allt loft og jörðina § af faxi hans". 5 Þessi ljósberi dagsins og birtunnar er því | ákjósanlegt tákn fyrir ungmennafélags- | hreyfinguna. í 1. tölublaði þessa tímarits | árið 1909 segir svo í ávarpinu til ung- | mennafélaga íslands: „SKINFAXI heitir = hann, og sól og sumar vill hann breiða yf- I ir land allt. Bera kveðju milli ungmenna- | félaganna. Og færa þeim fréttir af starfi | voru víðsvegar um land. — Hann vill | flytja þeim hvatarorð og leiðbeiningar um = starf þeirra.“ | ||■ll■ll■ll■llllllll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■l^■ SKINFAXI 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.