Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 11

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 11
flyzt aftur til fósturjarðarinnar eftir sjö ára starf í Noregi. „Seint fyrnast fom- ar ástir“, skrifar hann sjálfur og geng- ur rakleitt til starfa á ný meðal ung- mennafélaga. Hann birtir ávarp í Skin- faxa, 5.—6. tbl. 1920, fer í erindrekst- ur um Árnessýslu og Borgarfjarðar- sýslu og í ágústmánuði tekur hann við ritstjórn þessa málgagns á ný. Það eru erfiðir tímar. Skuggar ó- friðarins mikla grúfa yfir hugum manna. „Menn hafa látið hugsjónir sínar falla hér sem annars staðar,“ — skrifar Helgi. Bjartsýni og eldmóður aldamótaáranna hefur snúizt í kæru- leysi, peningahyggju og vantrú á mann- göfgi. Flóttinn úr sveitunum á mölina er hafinn. I Skinfaxa skorar Helgi á ungmennafélaga að láta samtökin „nú sem áður vekja og glæða áhuga og starfsþrá æskulýðsins í góðum og göfg- andi félagsskap á þjóðlegum grund- velli“. Helgi lætur af ritstjórastörfum í árslok 1921. I ársbyrjun 1922 hefst ritstjóralaust tímabil Skinfaxa og annast sambands- stjórnin imdir forystu Magnúsar Stef- ánssonar um blaðið. Einkum mun Guð- mundur Davíðsson og Guðmundur frá Brennu hafa séð um útgáfuna. I fyrsta tbl. er hin merka grein Guðmundar Davíðssonar „Þingvallafriðunin“, þar sem greint er frá upphafi hugmyndar- innar um friðun Þingvalla en hugmynd- inni um að gera Þingvöll að þjóðgarði hafði Guðmundur hreyft þegar árið 1910. — Guðmundur ritar einnig um Þrastaskóg og flytur fyrstur tillöguna IIIIMIIHIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIllllIIIINIIIIIIIllllllllllllMIIIIIIllllllllllllinilllMlllllllllllillllilllllillllllllllllllllIllinillllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllll | Nafnið á tímariti UMFÍ er komið úr hinni = miklu nafnauppsprettu Eddukvæðanna og | Snorra-Eddu. í Vafþrúðnismálum er Óðni | sjálfum lögð þessi vísa í munn: | „Skinfaxi heitir, | er inn skíra dregur | dag of dróttmögu; hesta beztur þykir hann með Hreiðgotum; ey lýsir mön af mari.“ Snorri Sturluson skrifar svo í Gylfaginn- = ingu: — „Þá tók Alfaðir Nótt og Dag son = hennar, og gaf þeim tvo hesta og tvær 1 kerrur og sendi þau upp á himin, að þau | skuli ríða á hverjum tveim dægrum um- | hverfis jörðina. Ríður Nótt fyrir þeim = hesti, er kallaður er Hrímfaxi, og að | morgni hverjum döggvir hann jörðina af f mérdropum sínum. Sá hestur, er Dagur á, | heitir Skinfaxi, og lýsir allt loft og jörðina § af faxi hans". 5 Þessi ljósberi dagsins og birtunnar er því | ákjósanlegt tákn fyrir ungmennafélags- | hreyfinguna. í 1. tölublaði þessa tímarits | árið 1909 segir svo í ávarpinu til ung- | mennafélaga íslands: „SKINFAXI heitir = hann, og sól og sumar vill hann breiða yf- I ir land allt. Bera kveðju milli ungmenna- | félaganna. Og færa þeim fréttir af starfi | voru víðsvegar um land. — Hann vill | flytja þeim hvatarorð og leiðbeiningar um = starf þeirra.“ | ||■ll■ll■ll■llllllll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■ll■lllll■l^■ SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.