Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 6
hvetja það til baráttu fyrir frelsi og framförum. Ungmennafélögin voru til þess kölluð að fóstra þessa baráttu og bera hana fram til sigurs og Jónas skip- aði sér ótrauður undir merki þeirra og gerðist einn skeleggasti baráttumaður- inn. I fyrsta blaði ritstjórnarferils síns skrifar Jónas grein, sem ber fyrirsögn- ina ,,Stefnan“. Hann byrjar á því að lýsa uppreist hinna kúguðu stétta í Evrópu á 19. öld og framförum í þjóð- félagsmálum síðan. I ljósi þessara sögu- legu staðreynda, sem fáir Islendingar höfðu þekkingu eða skilning á, skoðar hann svo ástandið á íslandi. Ungmenna félögin eru „neyðaróp gáfaðrar en þjáðrar alþýðu, hróp, að nú hafi verið beðið nógu lengi, nógu margar aldir, árangurslaust, vonandi eftir hjálp frá öðrum; yfirlýsing um að nú vilji hún hjálpa sér sjálf, og skeyti engu um böl- bænir og spott þeirra, sem byggja upp- hefð sína á niðurlægingu hennar .... Starfssvið okkar er langt frá vígvelli svefngöngumannanna. — Við eigum heima alls staðar þar sem „lítið lautar- blóm — langar til að gróa,“ alls staðar þar sem íslendingur berst við að auka sér manndóm og þroska. Því að við vit- um að það er satt, sem Goethe sagði: „Þar, sem góður maður gengur, þar er vígður staður.““ ■jV Jónas reiðir svipuna Síðan koma í kjölfarið í hverju hefti greinar frá þessum herskáa penna nokkurs konar ,,forystugreinar“, ekki aðeins um félagsmál eða stefnuskrár- mál ungmennafélaganna, heldur um öll hin brennandi vandamál þjóðfélags- Jónas Jónsson ins. Hann stakk á mörgum kýlum ó- réttlætis og ójafnaðar og notaði vönd- inn óspart, enda sveið marga undan. Greinar sem þessar yrðu flestar kallað- ar pólitískar nú á dögum, en voru það ekki þá í sama skilningi, vegna þess hve stjórnmálasviðið og flokkapólitík- in var í öðrum mótum en nú er. 2. tölu- blaðið, sem Jónas ritstýrði, hefst á grein hans „Eru fátæklingar réttlaus- ir?“ I greininni afhjúpar Jónas misk- unnarlaust spillingu og óréttlæti efna- stéttanna og þá skoðun, að vinnustétt- irnar greiði svo lága skatta, að þeim beri ekki aðeins lág laun heldur einnig minni lýðréttindi. Þetta er mögnuð grein og stíllinn hárbeittur og kaldhæð- inn. Þessi grein var upphafið að fleiri greinum með hlífðarlausum árásum á hvers konar þjóðfélagslegt óréttlæti. — Skinfaxi tekur málstað smælingjanna og flytur margar snjallar tillögur til umbóta í þjóðfélaginu. I októberblaðinu 1912 tekur Jónas að rita kaflaskiptar ,,forystugreinar“ undir aðalfyrirsögninni „Dagarnir líða“ og siðar „Heima og erlendis“. Hann grípur á mörgu af furðulegu víðsýni, þekkingu og glöggskyggni. Hann ritar m. a. fróðlegar yfirlitsgreinar um mannfræði, þjóðfélagsfræði, þróun 8 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.