Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 6

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 6
hvetja það til baráttu fyrir frelsi og framförum. Ungmennafélögin voru til þess kölluð að fóstra þessa baráttu og bera hana fram til sigurs og Jónas skip- aði sér ótrauður undir merki þeirra og gerðist einn skeleggasti baráttumaður- inn. I fyrsta blaði ritstjórnarferils síns skrifar Jónas grein, sem ber fyrirsögn- ina ,,Stefnan“. Hann byrjar á því að lýsa uppreist hinna kúguðu stétta í Evrópu á 19. öld og framförum í þjóð- félagsmálum síðan. I ljósi þessara sögu- legu staðreynda, sem fáir Islendingar höfðu þekkingu eða skilning á, skoðar hann svo ástandið á íslandi. Ungmenna félögin eru „neyðaróp gáfaðrar en þjáðrar alþýðu, hróp, að nú hafi verið beðið nógu lengi, nógu margar aldir, árangurslaust, vonandi eftir hjálp frá öðrum; yfirlýsing um að nú vilji hún hjálpa sér sjálf, og skeyti engu um böl- bænir og spott þeirra, sem byggja upp- hefð sína á niðurlægingu hennar .... Starfssvið okkar er langt frá vígvelli svefngöngumannanna. — Við eigum heima alls staðar þar sem „lítið lautar- blóm — langar til að gróa,“ alls staðar þar sem íslendingur berst við að auka sér manndóm og þroska. Því að við vit- um að það er satt, sem Goethe sagði: „Þar, sem góður maður gengur, þar er vígður staður.““ ■jV Jónas reiðir svipuna Síðan koma í kjölfarið í hverju hefti greinar frá þessum herskáa penna nokkurs konar ,,forystugreinar“, ekki aðeins um félagsmál eða stefnuskrár- mál ungmennafélaganna, heldur um öll hin brennandi vandamál þjóðfélags- Jónas Jónsson ins. Hann stakk á mörgum kýlum ó- réttlætis og ójafnaðar og notaði vönd- inn óspart, enda sveið marga undan. Greinar sem þessar yrðu flestar kallað- ar pólitískar nú á dögum, en voru það ekki þá í sama skilningi, vegna þess hve stjórnmálasviðið og flokkapólitík- in var í öðrum mótum en nú er. 2. tölu- blaðið, sem Jónas ritstýrði, hefst á grein hans „Eru fátæklingar réttlaus- ir?“ I greininni afhjúpar Jónas misk- unnarlaust spillingu og óréttlæti efna- stéttanna og þá skoðun, að vinnustétt- irnar greiði svo lága skatta, að þeim beri ekki aðeins lág laun heldur einnig minni lýðréttindi. Þetta er mögnuð grein og stíllinn hárbeittur og kaldhæð- inn. Þessi grein var upphafið að fleiri greinum með hlífðarlausum árásum á hvers konar þjóðfélagslegt óréttlæti. — Skinfaxi tekur málstað smælingjanna og flytur margar snjallar tillögur til umbóta í þjóðfélaginu. I októberblaðinu 1912 tekur Jónas að rita kaflaskiptar ,,forystugreinar“ undir aðalfyrirsögninni „Dagarnir líða“ og siðar „Heima og erlendis“. Hann grípur á mörgu af furðulegu víðsýni, þekkingu og glöggskyggni. Hann ritar m. a. fróðlegar yfirlitsgreinar um mannfræði, þjóðfélagsfræði, þróun 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.