Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 29
 KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON: HORFNIR AFREKSMENN Upp úr aldamótunum reis upp stór sveit æskumanna, sem hóf á Ioft merki ungmennafélaganna og bar það fram með glæsibrag. Margir þessara manna urðu þjóðkunnir á sviði íþróttamála, félagsmála, at- vinnulífs og stjórnmála. Á síðustu 2—3 árum hafa margir þeirra fallið í valinn eftir Iangt og afkastamikið ævistarf. Þessir menn báru ætíð ræktarhug til ungmennafélagshreyfingarinnar og margoft hafa þeir lýst því í ræðu og riti, hversu hollur skóli ungmennafélagshreyfingin varð þeim. Skinfaxa þykir hlýða að minnast þessara mætu manna með fáein- um orðum og fór þess á leit við Kjartan Bergmann, formann Glímusam- bands íslands, að hann minntist 6 horfinna ungmennafélaga, sem allir áttu það sammerkt að vera góðir glímumenn og fjölhæfir íþróttamenn. Jóhannes Jósefsson Jóhannes Jósefsson glímukappi lézt í Reykjavík þann 5. október 1968, 85 ára að aldri. Hann var fæddur á Akur- eyri 28. júní 1883, sonur hjónanna Jósefs Jónssonar frá Kristnesi í Eyja- firði og konu hans, Kristínar Einars- dóttur, ættaðri úr Köldukinn. Þegar minnst er Jóhannesar Jósefs- sonar, þá er óefað tvennt, sem hæst ber. I fyrsta lagi var hann brautryðj- andi á íþrótta- og vakningasviði ísl- enzku þjóðarinnar. Jóhannes var sá maður, sem stærsta þáttinn átti í því að stofna íslenzku ungmennafélags- hreyfinguna, sem var eins konar þjóð- arskóli fslendinga. Annað atriðið var glíman. Við glím- una tók Jóhannes miklu ástfóstri og þó hann hyrfi tiltölulega fljótt af í- þróttapöllum íslands, þá hafði hann valdið svo sterku ölduróti í tilveru glímunnar með sínum óvenju miklu til- þrifum, að lengi kenndi boða frá því ölduróti. I því sambandi má minna á hina svo kölluðu veðmáls- eða verðlaunaglímu, sem háð var á Akureyri í ársbyrjun 1906, en glíma þessi fór fram á milli þeirra Ólafs V. Davíðssonar og Jóhann esar og má hiklaust telja undanfara fslandsglímunnar, en í þessum veðmáls glímum sigraði Jóhannes. Fyrsta Íslandsglíman var svo háð í ágústmánuði 1906 og sigraði þar sem kunnugt er Ólafur V. Davíðsson, en í næstu Íslandsglímum, 1907 og 1908, sigraði Jóhannes. Jóhannes Jósefsson var glímukappi SKINFAXI 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.