Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 28
hinn gagnlegasti. — Eftir heimsókn í Stykkishólm hélt ég áfram leið minni inn í Dali. Formaður USD, Sigurður Þórólfsson, boðaði stjórnarmenn USD og forsvarsmenn félaganna til fundar í Búðardal. Á fundinum voru rædd ráð til að efla starfið innan sambandsins. Hinn 24. marz fór ég í heimsókn að Laugum í Þingeyjarsýslu og átti þar fund með Óskari Ágústssyni formanni HSÞ og fleiri forystumönnum. Síðan heimsótti ég ársþing UMSE að Lauga- borg 29.—30. marz. Hinn 3. apríl var ég kominn langleiðina til Hólmavíkur, en þar var haldið ársþing Héraðssam- bands Strandamanna. Varð ég að snúa við á Ennishálsi sökum óveðurs og snjóa, sem lokuðu öllum vegum. Þetta hafa verið á ýmsan hátt erfið ferðalög, en alltaf er ánægjulegt að hitta félagana og ræða við þá um vandamálin. Slíkar ferðir eru tímafrek- ar. Mér telzt til að þessi ferðalög mín og heimsóknir hafi tekið 44 daga. Eg hefði gjarnan viljað gera betur, en mér er samt ljóst, að sums staðar hafði koma mín örvandi áhrif. Þeir, sem skipa stjórnir og forystu héraðssam- bandanna vilja gera vel, en til þess að varanleg hreyfing komizt á þessi mál og starf sumra sambandanna þarf miklu meiri og stöðuga aðstoð UMFI, sem hins vegar hefur ekkert fjárhags- legt bolmagn til slíks. í ferðum mínum og fundarhöldum lagði ég áherzlu á það, að félögin og samböndin hefðust eitthvað að, ekki skipti öllu máli hvað það væri — að vísu innan ákveðinna marka —, félög- in þyrftu að nærast á starfi og sam- skiptum einstaklinganna og félaganna. Þá væri örugglega betur farið en heima setið. 25. sambandsþing UMFI Verður haldið á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu dagana 21. og 22. júní n. k. — Helztu þingmál verða: Fjármál, Samvinna félagsheim ila, Skinfaxi, 13. Landsmótið, 14. Landsmót UMFÍ, Skipulagsmál, Landgræðsla og skóg- rækt, íþróttastarfsemin, Starfsíþróttir, Félags málakennsla og leiðbeinendanámskeið, Sum- arbúðastörf og félagsmál. Dagskrá þingsins og nánari tilhögun verð- ur tilkynnt öllum sambandsaðilum bréflega. Landsmótakvikmyndir Kvikmynd, sem gerð var um Landsmótið að Eiðum er fullgerð, og er hún hinn skemmti- legasti minjagripur um mótið. Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður er höfundur mynd- arinnar, en kostnaðaraðilar og eigendur eru UMFÍ og landsmótsnefnd. Af kvikmynd Laugarvatnsmótsins er til nokkuð löng hrakfallasaga, sem vonandi gleymist öllum, þegar myndin kemur til sýn- ingar. Við höfum nefnilega þau gleðilegu tíð- indi að flytja, að myndin mun verða tilbúin til sýningar áður en mjög langt líður. 30 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.