Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 9
Stephan G. Stephansson sonar fékk frábærar undirtektir hjá bjóðinni og varð til þess að stofnuð var fjársöfnunarnefnd í þessu skyni. Avarp nefndarinnar birtist í desember- blaðinu, og höfðu ungmennafélögin samstarf við ýmis önnur félög um söfn- unina. Stephan kom svo hinagð suma:- ið 1917 og á jónsmessukvöldið var hann heiðursgestur í samsæti, er ung- mennafélagar í Reykjavík héldu hon- um til heiðurs. Ræður til heiðurs gest- inum fluttu þeir Guðbrandur Magnús- son og Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Islands. Jónas Jónsson lætur af ritstjórn Skinfaxa í árslok 1917 og við tekur Jón Kjartansson, 24 ára gamall kenn- ari, ættaður af Vestfjörðum. Jón var vel kunnugur störfum og högum ung- mennafélaganna. Hann hafði lengi ver- ið nýtur félagi og hafði verið erindreki UMFl 1915—1916. Ferðaðist hann þá um Suðurland og Austurland og flutti erindi og kenndi útiíþróttir og glímu. Jón gefur félagsmálunum mikið rúm í blaðinu, einnig félagslegum málum ungmennafélaganna í einstökum hér- uðum. Jón hafði þegar í ritstjórnartíð Jónasar Jónassonar skrifað talsvert í blaðið, t. d. um bókasafnsmál og skipu- lag þeirra, en það mál var Jóni hug- leikið og hann heldur áfram að skrifa um þau. Jón kemur á framfæri þeirri hug- mynd að UMFl gangist fyrir fjársöfn- un til styrktar helztu rithöfundum þjóð arinnar, sem hlutu litinn skilning á starfskjörum sínum hjá hinu opinbera. Hugmyndin á eflaust rætur að rekja til hinna skjótu aðgerða og hinnar vel heppnuðu f jársöfnunar vegna heimboðs Stephans G. Þessi tillaga var náttúr- lega ekki raunhæf og Guðmundur frá Mosdal kvað hana í kútinn með hóg- værð og ljúfmennsku. -fa Skipulagsumbrot Margir mætir ungmennafélagar skrifa í blaðið á þessum árum eins og áður. Jónas Jónsson er orðinn sam- bandsstjóri og eggjar félagana lögeggj- an öðru hverju. I maí-heftið árið 1919 og næstu hefti þar á eftir ritar Jónas Þorbergsson athyglisverða grein, sem ber heitið „Mesta vandamál ungmenna- félaganna“. Hann lætur í ljós þá skoð- un, að eftir 12 ára reynslu af starfi ungmennafélaganna sé ljóst að stefnu- skráin hafi verið um af hugræn en of fátt raunhæfra, verklegra viðfangsefna. Menn hafi ekki getað beitt á viðfangs- efnin ytra afli bolmagns og fjármuna SKINFAXI 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.