Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 9
Stephan G. Stephansson sonar fékk frábærar undirtektir hjá bjóðinni og varð til þess að stofnuð var fjársöfnunarnefnd í þessu skyni. Avarp nefndarinnar birtist í desember- blaðinu, og höfðu ungmennafélögin samstarf við ýmis önnur félög um söfn- unina. Stephan kom svo hinagð suma:- ið 1917 og á jónsmessukvöldið var hann heiðursgestur í samsæti, er ung- mennafélagar í Reykjavík héldu hon- um til heiðurs. Ræður til heiðurs gest- inum fluttu þeir Guðbrandur Magnús- son og Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Islands. Jónas Jónsson lætur af ritstjórn Skinfaxa í árslok 1917 og við tekur Jón Kjartansson, 24 ára gamall kenn- ari, ættaður af Vestfjörðum. Jón var vel kunnugur störfum og högum ung- mennafélaganna. Hann hafði lengi ver- ið nýtur félagi og hafði verið erindreki UMFl 1915—1916. Ferðaðist hann þá um Suðurland og Austurland og flutti erindi og kenndi útiíþróttir og glímu. Jón gefur félagsmálunum mikið rúm í blaðinu, einnig félagslegum málum ungmennafélaganna í einstökum hér- uðum. Jón hafði þegar í ritstjórnartíð Jónasar Jónassonar skrifað talsvert í blaðið, t. d. um bókasafnsmál og skipu- lag þeirra, en það mál var Jóni hug- leikið og hann heldur áfram að skrifa um þau. Jón kemur á framfæri þeirri hug- mynd að UMFl gangist fyrir fjársöfn- un til styrktar helztu rithöfundum þjóð arinnar, sem hlutu litinn skilning á starfskjörum sínum hjá hinu opinbera. Hugmyndin á eflaust rætur að rekja til hinna skjótu aðgerða og hinnar vel heppnuðu f jársöfnunar vegna heimboðs Stephans G. Þessi tillaga var náttúr- lega ekki raunhæf og Guðmundur frá Mosdal kvað hana í kútinn með hóg- værð og ljúfmennsku. -fa Skipulagsumbrot Margir mætir ungmennafélagar skrifa í blaðið á þessum árum eins og áður. Jónas Jónsson er orðinn sam- bandsstjóri og eggjar félagana lögeggj- an öðru hverju. I maí-heftið árið 1919 og næstu hefti þar á eftir ritar Jónas Þorbergsson athyglisverða grein, sem ber heitið „Mesta vandamál ungmenna- félaganna“. Hann lætur í ljós þá skoð- un, að eftir 12 ára reynslu af starfi ungmennafélaganna sé ljóst að stefnu- skráin hafi verið um af hugræn en of fátt raunhæfra, verklegra viðfangsefna. Menn hafi ekki getað beitt á viðfangs- efnin ytra afli bolmagns og fjármuna SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.