Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 2
Skinfaxi sextugur „Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar endurfæðing, Island frjálst — og það sem fyrst!“ Þannig hljóða fjögur vísuorð í kvæðinu ,,Vormenn“, sem Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld tileinkaði Ung- mennafélögum fslands. Kvæðið birtist í 1. árgangi Skinfaxa og hefur æ síð- an hljómað á vettvangi ungmennafél- aganna. Ungu eldhugamir, sem stofn- uðu ungmennafélagshreyfinguna, ætl- uðu sér ekkert minna en þetta. Þeir ætluðu sér ekki aðeins að vinna stór- sigur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, heldur að endurfæða þjóðarmetnað- inn og trú fólksins á eigið afl þjóðar- innar, sem duga myndi til að varpa af sér margra alda byrði erlendrar á- þjánar, vanmetakenndar og stöðnunar. „Vakning" er það orð, sem einna oft- ast ber á góma hjá frumherjum hreyf- ingarinnar, og það er engin firra. fs- lenzk æska vaknaði af svefni við þann storm athafna, félagslífs og hugsjóna, sem ungmennafélögin færðu henni. Til eru þeir menn í dag, sem brosa að þess- um eldmóði. En ef menn vilja hugsa um og skilja þjóðfélagslega aðstöðu ungs fólks fyrir 60 árum og áhrif þessarar „vakningar" þess á þróun seinni ára- tuga, mættu menn hafa skipti á brosi og aðdáun. Ungmennafélögin urðu æsk- unni strax sá skóli, sem veitti henni nauðsynlega og áður óþekkta félags- lega menntun til þátttöku og afreka á hinum fjölþættustu sviðum þjóðlífsins. Ungmennafélögin hafa einnig alið upp stærri hóp forystumanna í hvers konar framfaramálum þjóðarinnar en nokk- ur annar félagsskapur. „Maður á ekki að halda upp á afmæl- isdaginn sinn heldur þann dag, sem maður gekk í ungmennafélagið“, hefur Guðbrandur Magnússon eftir ungum manni frá fyrstu árum hreyfingarinn- ar. Jónas Jónsson segir m. a. í endur- minningum sínum: „Vakning ung- mennafélaganna var sókn fólksins sjálfs, án þess að skáld eða stórmenni gengju í fararbroddi. Æska íslands jafnt í bæjum og sveitum varð svo að segja í einu vetfangi hugfangin af stór- kostlegum skáldadraumi. Að gera land- ið frjálst, að gera þjóðina að nútíma- menningarþ j óð “. St Blað fyrir ungmennafélögin Ekkert er eðlilegra, en að þetta á- hugasama, bjartsýna fólk hygði fljótt á útgáfu málgagns til að koma hug- sjónum hreyfingar sinnar á framfæri. Það þoldi heldur ekki langa bið, því að 4 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.