Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 2
Skinfaxi sextugur „Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar endurfæðing, Island frjálst — og það sem fyrst!“ Þannig hljóða fjögur vísuorð í kvæðinu ,,Vormenn“, sem Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld tileinkaði Ung- mennafélögum fslands. Kvæðið birtist í 1. árgangi Skinfaxa og hefur æ síð- an hljómað á vettvangi ungmennafél- aganna. Ungu eldhugamir, sem stofn- uðu ungmennafélagshreyfinguna, ætl- uðu sér ekkert minna en þetta. Þeir ætluðu sér ekki aðeins að vinna stór- sigur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, heldur að endurfæða þjóðarmetnað- inn og trú fólksins á eigið afl þjóðar- innar, sem duga myndi til að varpa af sér margra alda byrði erlendrar á- þjánar, vanmetakenndar og stöðnunar. „Vakning" er það orð, sem einna oft- ast ber á góma hjá frumherjum hreyf- ingarinnar, og það er engin firra. fs- lenzk æska vaknaði af svefni við þann storm athafna, félagslífs og hugsjóna, sem ungmennafélögin færðu henni. Til eru þeir menn í dag, sem brosa að þess- um eldmóði. En ef menn vilja hugsa um og skilja þjóðfélagslega aðstöðu ungs fólks fyrir 60 árum og áhrif þessarar „vakningar" þess á þróun seinni ára- tuga, mættu menn hafa skipti á brosi og aðdáun. Ungmennafélögin urðu æsk- unni strax sá skóli, sem veitti henni nauðsynlega og áður óþekkta félags- lega menntun til þátttöku og afreka á hinum fjölþættustu sviðum þjóðlífsins. Ungmennafélögin hafa einnig alið upp stærri hóp forystumanna í hvers konar framfaramálum þjóðarinnar en nokk- ur annar félagsskapur. „Maður á ekki að halda upp á afmæl- isdaginn sinn heldur þann dag, sem maður gekk í ungmennafélagið“, hefur Guðbrandur Magnússon eftir ungum manni frá fyrstu árum hreyfingarinn- ar. Jónas Jónsson segir m. a. í endur- minningum sínum: „Vakning ung- mennafélaganna var sókn fólksins sjálfs, án þess að skáld eða stórmenni gengju í fararbroddi. Æska íslands jafnt í bæjum og sveitum varð svo að segja í einu vetfangi hugfangin af stór- kostlegum skáldadraumi. Að gera land- ið frjálst, að gera þjóðina að nútíma- menningarþ j óð “. St Blað fyrir ungmennafélögin Ekkert er eðlilegra, en að þetta á- hugasama, bjartsýna fólk hygði fljótt á útgáfu málgagns til að koma hug- sjónum hreyfingar sinnar á framfæri. Það þoldi heldur ekki langa bið, því að 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.