Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 14

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 14
ingum um starfsmál og vinnuaðferðir félaganna, og hann kostar kapps um að koma félagslegum baráttumálum og áhugavekjandi viðfangsefnum ungs fólks á framfæri í blaðinu. Þegar blaðað er í árgöngum frá þess- um tíma, rekur maður augun í ritdeilu þá, sem Aðalsteinn átti við Skúla Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum í kringum 25 ára afmæli ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Fleiri áttu eftir að vega að Skúla á þessum vettvangi, en hann var hvergi auðsóttur í pennavígum. Skúli telur ungmennafélögin horfa um of til fortíðarinnar og er hvatskeytinn og ó- væginn. Hann telur að unga fólkið þurfi að gleyma sveitamenningunni, þjáningum fortíðarinnar, þessu ,,þjóð- lega“, sem ekki sé í samræmi við kröf- ur tímans. Hann bendir á þær miklu breytingar á þjóðfélagsástandinu og viðbrögðum fólks, sem orðið hafi á undangengnum aldarfjórðungi. Bylt- ingin í atvinnuháttunum sjái um að þessi þróun stöðvist ekki. Skoðanir Skúla ganga að mörgu leyti í berhögg við skoðanir Sigurðar Nordals. Aðal- steinn svarar Skúla með rökvísi og bjargfastri trú á áframhaldandi hlut- verk ungmennafélaganna. — Bregður hann Skúla um „glánaskap og alvöru- leysi“. Fleiri leggja svo orð í þennan belg m. a. Halldór Kristjánsson. -&■ Kreppuárin Kreppan er skollin á. Skinfaxi ber þess merki bæði að efni og útliti. Fjár- hagur blaðsins þrengist og hann er minnkaður í tvö hefti á ári 1933. — Jafnframt taka þjóðfélagsmálin óhjá- kvæmilega að þrengja sér inn á síður hans. Fátækt og atvinnuleysi ógna al- þýðuæskunni. Jóhannes úr Kötlum hefur birt mörg kvæði í Skinfaxa Ástæða er til að benda á frábært út- varpserindi Aðalsteins í tilefni 25 ára afmælis ungmennafélaganna, sem birt- ist í Skinfaxa 1932. Þar skyggnir hann sögu, þróun og tilgang hreyfingarinnar af miklu mannviti. Og skömmu síðar birtist grein eftir Skúla á Ljótunnar- stöðum, sem einnig er vert að benda á. Hún heitir „Að komast áfram“, og í henni er lagt út af kvæði Þorsteins Erl- ingssonar „Myndin“. I 5.—6. tbl. 1933 skrifar Skúli enn grein, er nefnis — „Kveðjur“. Víkur hann þar að áður- komnum greinum eftir Halldór Kristj- ánsson og Sigurjón frá Þorgeirsstöð- um með hárbeittri gagnrýni og napurri kímni. Greinin er snilldarvel skrifuð og rökviss. I lokin skrifar Skúli: „Ég trúi því að ungmennafélögin eigi eftir að rísa upp aftur sem félagsskapur von- djarfrar og viljasterkrar alþýðuæsku, rísa upp með nýjum þrótti, nýjum von- um og nýjum viðfangsefnum." Sömu skoðanir hinna byltingasinn- uðu öreiga koma fram í greinum eftir Eirík Magnússon og Jóhannes úr Kötl- um. Þessar greinar eru innblásnar af sjónarmiður æskunnar á kreppuárun- um, alþýðuæskunnar, sem flosnaði upp úr sveitunum og lifði við fátækt, menntunarerfiðleika og atvinnuleysi. Aðalsteinn skrifar athyglisverða grein 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.