Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 14
ingum um starfsmál og vinnuaðferðir félaganna, og hann kostar kapps um að koma félagslegum baráttumálum og áhugavekjandi viðfangsefnum ungs fólks á framfæri í blaðinu. Þegar blaðað er í árgöngum frá þess- um tíma, rekur maður augun í ritdeilu þá, sem Aðalsteinn átti við Skúla Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum í kringum 25 ára afmæli ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Fleiri áttu eftir að vega að Skúla á þessum vettvangi, en hann var hvergi auðsóttur í pennavígum. Skúli telur ungmennafélögin horfa um of til fortíðarinnar og er hvatskeytinn og ó- væginn. Hann telur að unga fólkið þurfi að gleyma sveitamenningunni, þjáningum fortíðarinnar, þessu ,,þjóð- lega“, sem ekki sé í samræmi við kröf- ur tímans. Hann bendir á þær miklu breytingar á þjóðfélagsástandinu og viðbrögðum fólks, sem orðið hafi á undangengnum aldarfjórðungi. Bylt- ingin í atvinnuháttunum sjái um að þessi þróun stöðvist ekki. Skoðanir Skúla ganga að mörgu leyti í berhögg við skoðanir Sigurðar Nordals. Aðal- steinn svarar Skúla með rökvísi og bjargfastri trú á áframhaldandi hlut- verk ungmennafélaganna. — Bregður hann Skúla um „glánaskap og alvöru- leysi“. Fleiri leggja svo orð í þennan belg m. a. Halldór Kristjánsson. -&■ Kreppuárin Kreppan er skollin á. Skinfaxi ber þess merki bæði að efni og útliti. Fjár- hagur blaðsins þrengist og hann er minnkaður í tvö hefti á ári 1933. — Jafnframt taka þjóðfélagsmálin óhjá- kvæmilega að þrengja sér inn á síður hans. Fátækt og atvinnuleysi ógna al- þýðuæskunni. Jóhannes úr Kötlum hefur birt mörg kvæði í Skinfaxa Ástæða er til að benda á frábært út- varpserindi Aðalsteins í tilefni 25 ára afmælis ungmennafélaganna, sem birt- ist í Skinfaxa 1932. Þar skyggnir hann sögu, þróun og tilgang hreyfingarinnar af miklu mannviti. Og skömmu síðar birtist grein eftir Skúla á Ljótunnar- stöðum, sem einnig er vert að benda á. Hún heitir „Að komast áfram“, og í henni er lagt út af kvæði Þorsteins Erl- ingssonar „Myndin“. I 5.—6. tbl. 1933 skrifar Skúli enn grein, er nefnis — „Kveðjur“. Víkur hann þar að áður- komnum greinum eftir Halldór Kristj- ánsson og Sigurjón frá Þorgeirsstöð- um með hárbeittri gagnrýni og napurri kímni. Greinin er snilldarvel skrifuð og rökviss. I lokin skrifar Skúli: „Ég trúi því að ungmennafélögin eigi eftir að rísa upp aftur sem félagsskapur von- djarfrar og viljasterkrar alþýðuæsku, rísa upp með nýjum þrótti, nýjum von- um og nýjum viðfangsefnum." Sömu skoðanir hinna byltingasinn- uðu öreiga koma fram í greinum eftir Eirík Magnússon og Jóhannes úr Kötl- um. Þessar greinar eru innblásnar af sjónarmiður æskunnar á kreppuárun- um, alþýðuæskunnar, sem flosnaði upp úr sveitunum og lifði við fátækt, menntunarerfiðleika og atvinnuleysi. Aðalsteinn skrifar athyglisverða grein 16 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.