Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 45
Fra starfi ungmennafélaganna UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings það 46. í röðinni var haldið 8. desember sl. Þingið sótu 35 fulltrúar auk gesta — Valdi- mar Óskarsson, (UMFÍ) og Gísli Halldórsson (ÍSÍ) fluttu ávörp á þinginu. Gestur Guð- mundsson sambandsformaður setti þingið með stuttu ávarpi, bauð hann fulltrúa og gesti velkomna. Þingforsetar voru kosnir, þeir Sigurður Geirdal og Pálmi Gíslason. Fjölrituð ársskýrsla sambandsins lá fyrir, sem afhent var fulltrúum í upphafi þings- ins. Pálmi Gíslason, framkvæmdastjóri UMSK skýrði ítarlega frá íþróttastarfsemi sambands- ins á árinu, en sambandsformaður gerði grein fyrir öðrum störfum þess. Innan sambands- in eru nú starfandi 7 félög með samtals 1415 félagsmenn, og hafði þeim nokkuð fjölgað á árinu. Fjölmennasta félagið er Breiðablik í Kópavogi með um 550 félagsmenn. Sambandið réði framkvæmdastjóra, er var í fullu starfi í fjóra mánuði hjá sambandinu. Pálmi Gíslason hafði það starf með höndum. Þetta er annað árið sem sambandið hefur haft starfsmann yfir sumarmánuðina. Hefur sú ráðstöfun gefist mjög vel, enda valist í starf- ið mjög vanir og áhugasamir félagsmálamenn. Það sem hefur gert sambandinu þetta kleift fjárhagslega er góður skilningur sveita- og bæjastjórna í héraðinu og sýslunefndar Gull- bringu- og Kjósarsýslu á störfum þessara æskulýðssamtaka. Þessir aðilar hafa styrkt sambandið myndarlega með árlegu fjárfram- lagi, og færði þingið þeim góðar þakkir fyrir. Sambandið gaf út félagsrit á árinu, þar sem félögin skýrðu frá félagsstarfinu o. fi. Mörg fyrirtæki og einstaklingar á héraðs- svæðinu og í Reykjavík keyptu auglýsingar í blaðið, sem bar uppi prentunarkostnað þsss, auk þess að gefa sambandinu ríflegar tekjur, sem báru uppi að verulegu leyti kostnaðinn við landsmótsferðina á Eiðar. Síðastliðið ár var einna viðburðarríkast í sögu sambandsins sérstaklega varðandi í- þróttirnar. Um 70 keppendur voru sendir á landsmótið sl. sumar og tóku þátt í frjáls- um íþróttum, handbolta, körfubolta, sundi, glímu og starfsíþróttum. Beztur árangur náð- ist í frjálsíþróttum, í þeim var sambandið í öðru sæti, en í heildarstigaútreikningi var það í þriðja sæti. Sambandið átti sigurvegara 5 7 greinum frjálsíþrótta. Öll sérverðlaun ein- stakiinga í frjálsíþróttum komu í hlut UMSK- félaga. Þórður Guðmundsson var stighæsti Karl Stefánsson vann bezta frjálsíþróttametið á Landsmótinu SKINFAXI 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.