Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 45

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 45
Fra starfi ungmennafélaganna UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings það 46. í röðinni var haldið 8. desember sl. Þingið sótu 35 fulltrúar auk gesta — Valdi- mar Óskarsson, (UMFÍ) og Gísli Halldórsson (ÍSÍ) fluttu ávörp á þinginu. Gestur Guð- mundsson sambandsformaður setti þingið með stuttu ávarpi, bauð hann fulltrúa og gesti velkomna. Þingforsetar voru kosnir, þeir Sigurður Geirdal og Pálmi Gíslason. Fjölrituð ársskýrsla sambandsins lá fyrir, sem afhent var fulltrúum í upphafi þings- ins. Pálmi Gíslason, framkvæmdastjóri UMSK skýrði ítarlega frá íþróttastarfsemi sambands- ins á árinu, en sambandsformaður gerði grein fyrir öðrum störfum þess. Innan sambands- in eru nú starfandi 7 félög með samtals 1415 félagsmenn, og hafði þeim nokkuð fjölgað á árinu. Fjölmennasta félagið er Breiðablik í Kópavogi með um 550 félagsmenn. Sambandið réði framkvæmdastjóra, er var í fullu starfi í fjóra mánuði hjá sambandinu. Pálmi Gíslason hafði það starf með höndum. Þetta er annað árið sem sambandið hefur haft starfsmann yfir sumarmánuðina. Hefur sú ráðstöfun gefist mjög vel, enda valist í starf- ið mjög vanir og áhugasamir félagsmálamenn. Það sem hefur gert sambandinu þetta kleift fjárhagslega er góður skilningur sveita- og bæjastjórna í héraðinu og sýslunefndar Gull- bringu- og Kjósarsýslu á störfum þessara æskulýðssamtaka. Þessir aðilar hafa styrkt sambandið myndarlega með árlegu fjárfram- lagi, og færði þingið þeim góðar þakkir fyrir. Sambandið gaf út félagsrit á árinu, þar sem félögin skýrðu frá félagsstarfinu o. fi. Mörg fyrirtæki og einstaklingar á héraðs- svæðinu og í Reykjavík keyptu auglýsingar í blaðið, sem bar uppi prentunarkostnað þsss, auk þess að gefa sambandinu ríflegar tekjur, sem báru uppi að verulegu leyti kostnaðinn við landsmótsferðina á Eiðar. Síðastliðið ár var einna viðburðarríkast í sögu sambandsins sérstaklega varðandi í- þróttirnar. Um 70 keppendur voru sendir á landsmótið sl. sumar og tóku þátt í frjáls- um íþróttum, handbolta, körfubolta, sundi, glímu og starfsíþróttum. Beztur árangur náð- ist í frjálsíþróttum, í þeim var sambandið í öðru sæti, en í heildarstigaútreikningi var það í þriðja sæti. Sambandið átti sigurvegara 5 7 greinum frjálsíþrótta. Öll sérverðlaun ein- stakiinga í frjálsíþróttum komu í hlut UMSK- félaga. Þórður Guðmundsson var stighæsti Karl Stefánsson vann bezta frjálsíþróttametið á Landsmótinu SKINFAXI 47

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.