Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 46
maður mótsins, og í kvennagreinum var Kristín Jónsdóttir stighæst. Beztu afrek unnu þau Kristín Jónsdóttir og Karl Stefánsson. Trausti Sveinbjörnsson sigraði í 400 metra hlaupi, og setti landsmótsmet í greininni. Sambandið varð í þriðja sæti í Bikar- keppni FRÍ. Margir beztu frjálsíþróttamenn sambandsins kepptu á öllum stærstu mótum sumarsins, þar á meðal Meistaramóti íslands, og hlutu þrjá meistaratitla. Sambandið vann íþróttakeppni sem fram fór í Húsafellskógi um verzlunarmannahelgina. Sambandið stóð fyrir héraðsmóti í frjálsíþróttum, sem haldið var á Ármannsvellinum í Reykjavík. Sund- mót sambandsins fór fram í Varmárlaug. — Víðavangshlaupi skóla í Kjalarnesþingi stóð sambandið fyrir, þátttakendur voru 50 frá 7 skólum í héraðinu. Héraðsmót í knattspyrnu var haldið seinnipart sumars, með þátttöku fjögurra félaga, keppt var í 4. og 5. flokki. Sambandið stóð fyrir Drengjameistaramóti íslands innanhúss, og Glímumóti Sunnlend- ingafjórðungs, sem fram fór í Kópavogi, og bridgemóti, sem haldið var í Hlégarði. Er það sveitakeppni á milli sambandsfélaga. Sambandið tók að sér að sjá um skákmót á vegum UMFÍ; var það undankeppni fyrir landsmótið. UMSK vann keppnina, sem gaf sambandinu rétt til þátttöku á Landsmótinu, og sigraði sveit UMSK þar glæsilega. Sambandið stóð að dómaranámskeiði í knattspyrnu með Hafnfirðingum, sjö knatt- spyrnumenn sóttu námskeiðið, og hlutu sín dómaraskírteini, fyrr á árinu öðluðust 5 félags menn dómararéttindi í frjálsíþróttum. Námskeið voru haldin í nokkrum greinum starfsíþrótta, og sendir keppendur á Lands- mótið, eins og áður er getið. Kristín Jónsdóttir setti tvö íslandsmet á árinu, í 100 og 200 metra hlaupi, mörg hér- aðsmet voru sett á árinu. Kristín var kosin í- þróttamaður ársins, og var henni afhentur fallegur bikar á þinginu. Þá var Gesti Guðmundssyni afhentur bik- ar fyrir félagsmálastörf. Afhent voru verðlaun fyrir bezta afrek á frjálsíþróttamóti sambandsins, bæði í karla og kvennagreinum, sem komu í hlut Kristín- ar Jónsdóttur og Karls Stefánssonar. Þingið gerði margar ályktanir í íþrótta- og æskulýðsmálum. Áherzla var lögð á aukna íþróttastarfsemi hjá félögunum, samþykkt var að ráða framkvæmdastjóra á næsta ári, og sækja um fjárstyrk til sveita- og bæjarstjórna með tilliti til þess. Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið l'D69. Gerð ályktun um sambandsmót i hinum ýmsu íþróttagreinum, m. a. að koma á knattspyrnu móti innan húss, keppni við önnur ungmenna sambönd o. fl. Þingið gerði athugasemd við skákreglur, er UMFÍ hefur gengið frá varðandi takmörkun skákmanna í fyrirhuguðum skákmótum ung- mennafélaganna. Taldi þingið sjálfsagt að samböndin mættu senda á þessi mót sína beztu skákmenn. Samþykkt var að kjósa nefnd, sem gera á SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.