Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 46

Skinfaxi - 01.04.1969, Qupperneq 46
maður mótsins, og í kvennagreinum var Kristín Jónsdóttir stighæst. Beztu afrek unnu þau Kristín Jónsdóttir og Karl Stefánsson. Trausti Sveinbjörnsson sigraði í 400 metra hlaupi, og setti landsmótsmet í greininni. Sambandið varð í þriðja sæti í Bikar- keppni FRÍ. Margir beztu frjálsíþróttamenn sambandsins kepptu á öllum stærstu mótum sumarsins, þar á meðal Meistaramóti íslands, og hlutu þrjá meistaratitla. Sambandið vann íþróttakeppni sem fram fór í Húsafellskógi um verzlunarmannahelgina. Sambandið stóð fyrir héraðsmóti í frjálsíþróttum, sem haldið var á Ármannsvellinum í Reykjavík. Sund- mót sambandsins fór fram í Varmárlaug. — Víðavangshlaupi skóla í Kjalarnesþingi stóð sambandið fyrir, þátttakendur voru 50 frá 7 skólum í héraðinu. Héraðsmót í knattspyrnu var haldið seinnipart sumars, með þátttöku fjögurra félaga, keppt var í 4. og 5. flokki. Sambandið stóð fyrir Drengjameistaramóti íslands innanhúss, og Glímumóti Sunnlend- ingafjórðungs, sem fram fór í Kópavogi, og bridgemóti, sem haldið var í Hlégarði. Er það sveitakeppni á milli sambandsfélaga. Sambandið tók að sér að sjá um skákmót á vegum UMFÍ; var það undankeppni fyrir landsmótið. UMSK vann keppnina, sem gaf sambandinu rétt til þátttöku á Landsmótinu, og sigraði sveit UMSK þar glæsilega. Sambandið stóð að dómaranámskeiði í knattspyrnu með Hafnfirðingum, sjö knatt- spyrnumenn sóttu námskeiðið, og hlutu sín dómaraskírteini, fyrr á árinu öðluðust 5 félags menn dómararéttindi í frjálsíþróttum. Námskeið voru haldin í nokkrum greinum starfsíþrótta, og sendir keppendur á Lands- mótið, eins og áður er getið. Kristín Jónsdóttir setti tvö íslandsmet á árinu, í 100 og 200 metra hlaupi, mörg hér- aðsmet voru sett á árinu. Kristín var kosin í- þróttamaður ársins, og var henni afhentur fallegur bikar á þinginu. Þá var Gesti Guðmundssyni afhentur bik- ar fyrir félagsmálastörf. Afhent voru verðlaun fyrir bezta afrek á frjálsíþróttamóti sambandsins, bæði í karla og kvennagreinum, sem komu í hlut Kristín- ar Jónsdóttur og Karls Stefánssonar. Þingið gerði margar ályktanir í íþrótta- og æskulýðsmálum. Áherzla var lögð á aukna íþróttastarfsemi hjá félögunum, samþykkt var að ráða framkvæmdastjóra á næsta ári, og sækja um fjárstyrk til sveita- og bæjarstjórna með tilliti til þess. Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið l'D69. Gerð ályktun um sambandsmót i hinum ýmsu íþróttagreinum, m. a. að koma á knattspyrnu móti innan húss, keppni við önnur ungmenna sambönd o. fl. Þingið gerði athugasemd við skákreglur, er UMFÍ hefur gengið frá varðandi takmörkun skákmanna í fyrirhuguðum skákmótum ung- mennafélaganna. Taldi þingið sjálfsagt að samböndin mættu senda á þessi mót sína beztu skákmenn. Samþykkt var að kjósa nefnd, sem gera á SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.