Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 25

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 25
Félagsheimili „Skarphéðins ” vígt á Selfossi Laugardaginn 1. febrúar sl. tók Héraðs sambandið Skarphéðinn í notkun hið nýja húsnæði sitt að Eyrarvegi 15 á Selfossi. Af því tilefni bauð stjórn HSK til kaffidrykkju í þessum nýju húsakinn- um, helztu forustumönnum ungmenna- félaganna innan HSK að fornu og nýju, oddvitum sveitarstjórna, sýslumönnum Árnes-og Rangárvallasýslu, alþingis- mönnum héraðsins, sambandsstjóm- um UMFl og ISÍ o. fl. Skarphéðinsheimilið er á þriðju hæð í nýju og glæsilegu húsi við eina aðal- götu bæjarins, 140 fermetrar að flatar- máli. I því er 80 fermetra salur sem hægt er að skipta niður í þrjá minni með rennihurðum, og eykur það marg- falt notagildi hússins, í húsinu er rúm- góður inngangur og forstofa, vinnuher- bergi fyrir föndur Ijósmyndaiðnað o.fl. lítið eldhús, og góð snyrtiherbergi. I báðum endum aðalsalar eru rúm- góðir skápar fyrir verðlaunagripi og aðrar eigur sambandsins. Salurinn er bjartur og vistlegur, og lýsing mjög góð. Stefán Kristjánsson byggingameist- ari á Selfossi sá um alla innréttingu hússins og frágang úti sem inni, inn- réttingar eru úr harðvið, vandaðar að útliti og öllum frágangi. HSK stendur í þakkarskuld við marga aðila fyrir veittan stuðning í fjármálum vegna þessara fram- kvæmda. Allmenn ánægja er ríkjandi innan Skarphéðins með þennan merka áfanga sem náðst hefur í starfssögu sambands- ins. Efsta hæðin í þessu húsi er félagsheim- ili Hérassambands- ins Skarphéðins. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.