Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 23

Skinfaxi - 01.04.1969, Síða 23
eitt meginviðfangsefni margra ung- mennafélaga, og athyglisvert starf sem þar er unnið af áhugafólki. Fjárhags- leg aðstoð hins opinbera við leiklistar- starfið hefur og gert sitt til þess að hleypa nýju lífi í þennan þátt starfsem- innar. Gagnkvæmar heimsóknir félaga og héraðssambanda og skemmtiferðir til landkynningar, eru fastir liðir í starf- seminni. Fátt eykur meira á kynni fé- iagsmanna og félagsþroska. Lögð er á- herzla á, að allar þessar ferðir svo og keppnisferðir séu vel skipulagðar og undir öruggri fararstjórn. sveita- og héraðsbókasafna. Blaðaút- gáfa einstakra félaga er athyglisverð, svo og ýmis önnur útgáfustarfsemi. Mörg félög halda úti handskrifuðum félagsblöðum sem lesin eru á fundum félaganna. Önnur félög fjölrita eða prenta félagsblöð sín. — Þá mætti og minnast á vel búnar og læsilegar árs- skýrslur héraðssambanda og einstakra félaga, útgáfu á afrekaskrám, afmælis- ritum og margskonar öðrum heimildum og fróðleik. Ungmennafélögin hafa alla tíð öðr- um fremur staðið fyrir almennu sam- komuhaldi í hinum dreifðu byggðum Nýung í félagsstarfinu. Myndin er tekin að loknum úrslitum í mælskukeppni ung- mennafélaganna í Skarphéðni. Frá vinstri: Vigfús Einars- son, Ólafur H. Guð- mundsson (sigurveg- ari), Sigurður Haralds- son og Óskar Jónsson Mörg félög hafa spilakvöld, og efna til keppni í félagsvist innan-félags eða félaga í milli. Þá er allvíða lögð stund á tafl og bridge, og fer iðkendum fjölg- andi í þeim greinum. UMFl hefir nú tekið upp árlega landskeppni í skák (Skákþing UMFl) sem vonandi verð- ur til þess að auka enn áhuga fyrir skákíþróttinni. Fyrir tilstuðlan ungmennafélaganna hafa orðið til flest hinna myndarlegu landsins, og fátt látið sér óviðkomandi í þeim efnum. Næstum undantekning- arlaust hefur þessi starfsemi gengið með ágætum og verið félögunum til sóma. Einn er sá þáttur í þessu starfi ungmennafélaganna, sem hátt ber um þessar mundir, en það eru hinar geysi- vinsælu spurningakeppnir, sem héraðs- samböndin og jafnvel einstök ung- mennafélög hafa staðið fyrir. Samkom- ur þessar hafa hvarvetna verið vel sótt- SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.