Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 23
eitt meginviðfangsefni margra ung- mennafélaga, og athyglisvert starf sem þar er unnið af áhugafólki. Fjárhags- leg aðstoð hins opinbera við leiklistar- starfið hefur og gert sitt til þess að hleypa nýju lífi í þennan þátt starfsem- innar. Gagnkvæmar heimsóknir félaga og héraðssambanda og skemmtiferðir til landkynningar, eru fastir liðir í starf- seminni. Fátt eykur meira á kynni fé- iagsmanna og félagsþroska. Lögð er á- herzla á, að allar þessar ferðir svo og keppnisferðir séu vel skipulagðar og undir öruggri fararstjórn. sveita- og héraðsbókasafna. Blaðaút- gáfa einstakra félaga er athyglisverð, svo og ýmis önnur útgáfustarfsemi. Mörg félög halda úti handskrifuðum félagsblöðum sem lesin eru á fundum félaganna. Önnur félög fjölrita eða prenta félagsblöð sín. — Þá mætti og minnast á vel búnar og læsilegar árs- skýrslur héraðssambanda og einstakra félaga, útgáfu á afrekaskrám, afmælis- ritum og margskonar öðrum heimildum og fróðleik. Ungmennafélögin hafa alla tíð öðr- um fremur staðið fyrir almennu sam- komuhaldi í hinum dreifðu byggðum Nýung í félagsstarfinu. Myndin er tekin að loknum úrslitum í mælskukeppni ung- mennafélaganna í Skarphéðni. Frá vinstri: Vigfús Einars- son, Ólafur H. Guð- mundsson (sigurveg- ari), Sigurður Haralds- son og Óskar Jónsson Mörg félög hafa spilakvöld, og efna til keppni í félagsvist innan-félags eða félaga í milli. Þá er allvíða lögð stund á tafl og bridge, og fer iðkendum fjölg- andi í þeim greinum. UMFl hefir nú tekið upp árlega landskeppni í skák (Skákþing UMFl) sem vonandi verð- ur til þess að auka enn áhuga fyrir skákíþróttinni. Fyrir tilstuðlan ungmennafélaganna hafa orðið til flest hinna myndarlegu landsins, og fátt látið sér óviðkomandi í þeim efnum. Næstum undantekning- arlaust hefur þessi starfsemi gengið með ágætum og verið félögunum til sóma. Einn er sá þáttur í þessu starfi ungmennafélaganna, sem hátt ber um þessar mundir, en það eru hinar geysi- vinsælu spurningakeppnir, sem héraðs- samböndin og jafnvel einstök ung- mennafélög hafa staðið fyrir. Samkom- ur þessar hafa hvarvetna verið vel sótt- SKINFAXI 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.