Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 36
Ungmennafélagar, Skinfaxi er ykkar málgagn og sá vettvangur, þar sem þið eigið að birta áhugamál ykkar og skoðanir á málefnum æsk- unnar og þjóðfélagsins. Gerum það af áhuga og einurð, en flokkapólitik leiðum við hjá okkur hér eftir sem hingað tii. Maðkur í mysunni Við íslendingar höfum viljað kalla þjóðfélag okkar velferðarríki, en í því á að felast, að hér ríkir almenn velmegun. Öll hljótum við að fagna þeim miklu framförum, sem orðið hafa í verkmenningu og almennri menntun á síðustu áratugum. Þetta hefur fært þjóðinni stórbættan efnahag á tiltölulega skömmum tíma. En undanfarið hafa íslendingar orðið áþreifanlega varir við, að gengi efnahags- legra framfara er valt í velferðarríki þeirra. Æskan þarf að gefa þessum málum meiri gaum en hún hefur gert í góðærinu, því að Verksmiðja í verkbanni. Mannlausir salir og þöglar vélar Hampiðjunnar í Reykjavík hennar er mátturinn og hennar verður ríkið. Vinnustéttirnar hafa óþyrmilega fengið að kenna á versnandi lífskjörum, en óhugnan- legust er sú staðreynd, að vofa atvinnuleys- isins hefur nú gert vart við sig á ný og lagt sína dauðu hönd á líf þúsunda fólks. Jafn- framt logar vinnumarkaðurinn í ófriði, kjara- deilum, verkbönnum og verföllum. Fiski- bátaflotinn lá bundinn í höfn í sex vikur í byrjun vetrarvertíðar, og svipuð saga gerð- ist í fyrra, að verulegu leyti vegna deilna frystihúsanna við ríkisstjórnina. Verkbönn og verkföll hafa skert þjóðarframleiðsluna sem nemur milljörðum króna á þessu ári. í nýbirtri skýrslu Seðlabanka íslands eru ýmsar staðreyndir um hagvöxt og hagrýrnun síðustu ára. Unga fólkið verður að kynna sér slíkar upplýsingar, því það verður þess hlut- verk að grafa fyrir rætur meinsins. Þjóðar- tekjurnar rýrnuðu um 15% á árunum 1967— 1968, en næstu 6 ár þar á undan höfðu þær aukizt um nær 50% eða um 7,1% á ári, sem er einhver mesti hagvöxtur, er um getur hjá nokkurri þjóð. Þrátt fyrir hnignunina síðast- liðin 2 ár, eru íslendingar enn í röð þeirra þjóða, sem hæstar tekjur hafa á hvern þjóð- félagsþegn. Jafnframt er það staðreynd, að 38 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.