Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 36

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 36
Ungmennafélagar, Skinfaxi er ykkar málgagn og sá vettvangur, þar sem þið eigið að birta áhugamál ykkar og skoðanir á málefnum æsk- unnar og þjóðfélagsins. Gerum það af áhuga og einurð, en flokkapólitik leiðum við hjá okkur hér eftir sem hingað tii. Maðkur í mysunni Við íslendingar höfum viljað kalla þjóðfélag okkar velferðarríki, en í því á að felast, að hér ríkir almenn velmegun. Öll hljótum við að fagna þeim miklu framförum, sem orðið hafa í verkmenningu og almennri menntun á síðustu áratugum. Þetta hefur fært þjóðinni stórbættan efnahag á tiltölulega skömmum tíma. En undanfarið hafa íslendingar orðið áþreifanlega varir við, að gengi efnahags- legra framfara er valt í velferðarríki þeirra. Æskan þarf að gefa þessum málum meiri gaum en hún hefur gert í góðærinu, því að Verksmiðja í verkbanni. Mannlausir salir og þöglar vélar Hampiðjunnar í Reykjavík hennar er mátturinn og hennar verður ríkið. Vinnustéttirnar hafa óþyrmilega fengið að kenna á versnandi lífskjörum, en óhugnan- legust er sú staðreynd, að vofa atvinnuleys- isins hefur nú gert vart við sig á ný og lagt sína dauðu hönd á líf þúsunda fólks. Jafn- framt logar vinnumarkaðurinn í ófriði, kjara- deilum, verkbönnum og verföllum. Fiski- bátaflotinn lá bundinn í höfn í sex vikur í byrjun vetrarvertíðar, og svipuð saga gerð- ist í fyrra, að verulegu leyti vegna deilna frystihúsanna við ríkisstjórnina. Verkbönn og verkföll hafa skert þjóðarframleiðsluna sem nemur milljörðum króna á þessu ári. í nýbirtri skýrslu Seðlabanka íslands eru ýmsar staðreyndir um hagvöxt og hagrýrnun síðustu ára. Unga fólkið verður að kynna sér slíkar upplýsingar, því það verður þess hlut- verk að grafa fyrir rætur meinsins. Þjóðar- tekjurnar rýrnuðu um 15% á árunum 1967— 1968, en næstu 6 ár þar á undan höfðu þær aukizt um nær 50% eða um 7,1% á ári, sem er einhver mesti hagvöxtur, er um getur hjá nokkurri þjóð. Þrátt fyrir hnignunina síðast- liðin 2 ár, eru íslendingar enn í röð þeirra þjóða, sem hæstar tekjur hafa á hvern þjóð- félagsþegn. Jafnframt er það staðreynd, að 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.