Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1969, Blaðsíða 12
um að gera hann að ferðamannahæli og samkomustað ungmennafélaga. Margar prýðisgreinar fylgja í kjölfarið um fél- agssmál og þjóðnytjunarmál og er Guð- mundur Davíðsson höfundur margra þeirra. Pálmi Einarss., síðar landnáms sstjóri, skrifar greinina „Gróðurblett- ir“ (3. tbl. 1923) og um uppruna lífs- ins, Guðm. Jónsson um orðasöfnun, As- geir Ásgeirsson um ungmennafélögin í Reykjavík og Helgi Hjörvar greinina „Sigurður Greipsson glímukonungur", svo að eitthvað sé nefnt. Árið 1923 kemur blaðið ekki út fyrr en í maí. Virðist Gunnlaugur Björns- son þá taka við ritstjórn. Hann skrifar inngangsgrein og síðar margar greinar í þennan árgang. Hins vegar er hans hvergi getið sem ritstjóra fyrr en á tit- ilblaði árgangsins með síðasta tölublaði ársins. Hann var starfsmaður UMFI 1924—-1928 og ritstýrði Skinfaxa jafn- lengi. Gunnlaugur Björnsson er Skagfirð- ingur^ fæddur 1891, og kennari eins og fyrirrennarar hans. Að loknu kenn- araprófi nam hann í lýðháskólunum í Voss í Noregi og Askov í Danmörku. Stærð blaðsins Frá upphafi og fram til 1920 var Skinfaxi 6—16 síður og kom út mán- aðarlega oftastnær. — Síðan minnkar blaðið og verður 8 síður á tveggja mán- aða fresti. Á sambandsþingi vorið 1924 var samþykkt að breyta Skinfaxa í ársfjórðungsrit með sömu arkatölu og verið hafði árlega. Frá 1925—1933 kemur Skinfaxi svo út sem ársfjórðungsrit. I fyrsta blaðið með þessu formi ritar Aðalsteinn Sig- mundsson allstóra grein um Þrasta- Gunnlaugur Björnsson skóg, sem hann hafði tekið miklu ást- fóstri við og finnst vera vanræktur. Hugmyndin um alþýðuskóla á Suð- urlandi er að komast í framkvæmd. Gunnlaugur ritstjóri skrifar um málið og alþýðuskólamál almennt. Þingey- ingar hafa eignast lýðskóla á Laugum í Reykjadal. Mikið hefur áunnizt í einu helzta baráttumáli ungmennafélaganna frá upphafi: bættum menntunarskil- yrðum alþýðuæskunnar. Lýðháskólar risu að vísu ekki upp hér, en héraðs- skólarnir í sveitum landsins eru að verulegu leyti til orðnir fyrir baráttu og áróður ungmennafélagshreyfingar- innar. . ■fr Skörimgar Horfur voru orðnar góðar á því að ýmsar hugsjónir ungmennafélaganna fengju nú vaxandi byr og brautargengi á vettvangi þjóðmála. Allmargir forvíg- ismenn hreyfingarinnar voru komnir á Alþing, Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson, Bernharð Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jörundur Brynjólfsson. Þá er í þessu fyrsta ársfjórðungs- hefti grein eftir Sigurð Nordal „Mark íslenzkra ungmennafélaga", rituð af miklu viti. og skilningi á íslenzkri menn- 14 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.