Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 12

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 12
um að gera hann að ferðamannahæli og samkomustað ungmennafélaga. Margar prýðisgreinar fylgja í kjölfarið um fél- agssmál og þjóðnytjunarmál og er Guð- mundur Davíðsson höfundur margra þeirra. Pálmi Einarss., síðar landnáms sstjóri, skrifar greinina „Gróðurblett- ir“ (3. tbl. 1923) og um uppruna lífs- ins, Guðm. Jónsson um orðasöfnun, As- geir Ásgeirsson um ungmennafélögin í Reykjavík og Helgi Hjörvar greinina „Sigurður Greipsson glímukonungur", svo að eitthvað sé nefnt. Árið 1923 kemur blaðið ekki út fyrr en í maí. Virðist Gunnlaugur Björns- son þá taka við ritstjórn. Hann skrifar inngangsgrein og síðar margar greinar í þennan árgang. Hins vegar er hans hvergi getið sem ritstjóra fyrr en á tit- ilblaði árgangsins með síðasta tölublaði ársins. Hann var starfsmaður UMFI 1924—-1928 og ritstýrði Skinfaxa jafn- lengi. Gunnlaugur Björnsson er Skagfirð- ingur^ fæddur 1891, og kennari eins og fyrirrennarar hans. Að loknu kenn- araprófi nam hann í lýðháskólunum í Voss í Noregi og Askov í Danmörku. Stærð blaðsins Frá upphafi og fram til 1920 var Skinfaxi 6—16 síður og kom út mán- aðarlega oftastnær. — Síðan minnkar blaðið og verður 8 síður á tveggja mán- aða fresti. Á sambandsþingi vorið 1924 var samþykkt að breyta Skinfaxa í ársfjórðungsrit með sömu arkatölu og verið hafði árlega. Frá 1925—1933 kemur Skinfaxi svo út sem ársfjórðungsrit. I fyrsta blaðið með þessu formi ritar Aðalsteinn Sig- mundsson allstóra grein um Þrasta- Gunnlaugur Björnsson skóg, sem hann hafði tekið miklu ást- fóstri við og finnst vera vanræktur. Hugmyndin um alþýðuskóla á Suð- urlandi er að komast í framkvæmd. Gunnlaugur ritstjóri skrifar um málið og alþýðuskólamál almennt. Þingey- ingar hafa eignast lýðskóla á Laugum í Reykjadal. Mikið hefur áunnizt í einu helzta baráttumáli ungmennafélaganna frá upphafi: bættum menntunarskil- yrðum alþýðuæskunnar. Lýðháskólar risu að vísu ekki upp hér, en héraðs- skólarnir í sveitum landsins eru að verulegu leyti til orðnir fyrir baráttu og áróður ungmennafélagshreyfingar- innar. . ■fr Skörimgar Horfur voru orðnar góðar á því að ýmsar hugsjónir ungmennafélaganna fengju nú vaxandi byr og brautargengi á vettvangi þjóðmála. Allmargir forvíg- ismenn hreyfingarinnar voru komnir á Alþing, Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson, Bernharð Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jörundur Brynjólfsson. Þá er í þessu fyrsta ársfjórðungs- hefti grein eftir Sigurð Nordal „Mark íslenzkra ungmennafélaga", rituð af miklu viti. og skilningi á íslenzkri menn- 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.