Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1969, Page 29
 KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON: HORFNIR AFREKSMENN Upp úr aldamótunum reis upp stór sveit æskumanna, sem hóf á Ioft merki ungmennafélaganna og bar það fram með glæsibrag. Margir þessara manna urðu þjóðkunnir á sviði íþróttamála, félagsmála, at- vinnulífs og stjórnmála. Á síðustu 2—3 árum hafa margir þeirra fallið í valinn eftir Iangt og afkastamikið ævistarf. Þessir menn báru ætíð ræktarhug til ungmennafélagshreyfingarinnar og margoft hafa þeir lýst því í ræðu og riti, hversu hollur skóli ungmennafélagshreyfingin varð þeim. Skinfaxa þykir hlýða að minnast þessara mætu manna með fáein- um orðum og fór þess á leit við Kjartan Bergmann, formann Glímusam- bands íslands, að hann minntist 6 horfinna ungmennafélaga, sem allir áttu það sammerkt að vera góðir glímumenn og fjölhæfir íþróttamenn. Jóhannes Jósefsson Jóhannes Jósefsson glímukappi lézt í Reykjavík þann 5. október 1968, 85 ára að aldri. Hann var fæddur á Akur- eyri 28. júní 1883, sonur hjónanna Jósefs Jónssonar frá Kristnesi í Eyja- firði og konu hans, Kristínar Einars- dóttur, ættaðri úr Köldukinn. Þegar minnst er Jóhannesar Jósefs- sonar, þá er óefað tvennt, sem hæst ber. I fyrsta lagi var hann brautryðj- andi á íþrótta- og vakningasviði ísl- enzku þjóðarinnar. Jóhannes var sá maður, sem stærsta þáttinn átti í því að stofna íslenzku ungmennafélags- hreyfinguna, sem var eins konar þjóð- arskóli fslendinga. Annað atriðið var glíman. Við glím- una tók Jóhannes miklu ástfóstri og þó hann hyrfi tiltölulega fljótt af í- þróttapöllum íslands, þá hafði hann valdið svo sterku ölduróti í tilveru glímunnar með sínum óvenju miklu til- þrifum, að lengi kenndi boða frá því ölduróti. I því sambandi má minna á hina svo kölluðu veðmáls- eða verðlaunaglímu, sem háð var á Akureyri í ársbyrjun 1906, en glíma þessi fór fram á milli þeirra Ólafs V. Davíðssonar og Jóhann esar og má hiklaust telja undanfara fslandsglímunnar, en í þessum veðmáls glímum sigraði Jóhannes. Fyrsta Íslandsglíman var svo háð í ágústmánuði 1906 og sigraði þar sem kunnugt er Ólafur V. Davíðsson, en í næstu Íslandsglímum, 1907 og 1908, sigraði Jóhannes. Jóhannes Jósefsson var glímukappi SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.