Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 32

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 32
Erlingur Pálsson var snjall glímu- maður og æfði mikið glímu á yngri ár- um og tók þátt í kappglímum. Hann var alla tíð einlægur unnandi glímu- íþróttarinnar og átti yfir miklum fróð- leik að þúa varðandi glímuna. Erlingur var um tugi ára einn af fremstu forystumönnum íþróttahreyf- ingarinnar, varaforseti ISI var hann um skeið og mörgum öðrum trúnaðarstörf- um gegndi hann fyrir íþróttastarfsem- ina. Hann var sérstæður og eftirminni- legur persónuleiki sem seint mun gleymast þeim, sem honum kynntust. Kári Arngrímxson Kári Arngrímsson frá Staðarholti í Köldukinn lést þann 9. september 1967. Hann var að flestu enginn miðlungs- maður. Ungur þótti hann mikið glæsi- menni og bar af í hópi æskumanna þar sem hann kom fram. I meðvitund minni hefur ekki ein- imgis nafn hans minnt á nafna hans í Njálssögu, heldur og eigi síður hitt, hversu vel hann var íþróttum búinn, hástökks- og langstökksmaður hinn bezti, fimur og frækilegur í hvívetna. En frægastur mun hann þó vera sem glímumaður, enda þótti hann sjálf- kjörinn þátttakandi, þegar valdir voru glímumenn til að sýna íslenzka glímu á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Kári glímdi af miklum léttleika, stóð beinn og vel að glímunni, hann var fim- ur, snöggur og sterkur. Glímufélagar hans höfðu miklar mætur á honum sökum mannkosta hans, atgervis og glæsimennsku. Kári var hinn fjölhæfasti glímumað- ur, jafnfimur í sókn og vörn. Helztu glímubrögð hans voru: Klofbragð, snið- glíma og leggjarbragð. Kári tók þátt í mörgum kappglímum og sýningar- glímum. Alls var hann þáátttakandi í sex Íslandsglímum 1908—1913 og stóð mjög framarlega í öllum þessum glím- um, gekk hann t. d. í Íslandsglímunni 1912 næstur að vinningum Sigurjóni Péturssyni, sem þá varð glímukappi Is- lands. Er vert að geta þess, að á þess- um árum var ekki við neina aukvisa að eiga, þar sem voru menn eins og Sigurjón, Hallgrímur Benediktsson og Guðmundur A. Stefánsson ásamt mörg- um öðrum snjöllum glímumönnum, er þrautæfðu glímu. Karlmennskulund Kára Arngríms- sonar er við brugðið, hvar sem hann gekk að í íþróttaleikum. En heima í héraði hans er líka höfð til frásagnar um frækni hans sagan af því, þegar hann var á rjúpnaveiðum uppi í há- brúnum Kinnarfjalla og slysaskot hljóp úr byssu, reif kviðvöðva hans að innyflum og tætti sundur aflvöðva upp- handleggs. Þá reyrði hann föt að sér og gekk heim einn og óstuddur, þó að blóðrás mæddi og blóð yrði eftir í hverju spori. Kári Arngrímsson 34 SKINPAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.