Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 13. mynd. Mynd frd Aqua-gervitunglinu, kl. 14:35 23. júní 2007, þegar eldur logaði í mosaþembu d Miðdalsheiði. Brunasvæðið er merkt með rauðum punkti. Reykur greinist ekkifrd eldunum. Mikið sandrok var þennan dag ístífri norðanátt, eins og sést greinilega m.a. á sandfokinu frá Hagavatni sunnan Langjökuls og suðurströnd landsins. Einnig er eftirtektarvert að svæðið á Mýrum sem brann 2006 sker sig ekki lengur úr landinu íkring. - Image from the Aqua satellite taken at 14:35 on June 23, 2007. Birt með leyfi / Image courtesy ofMODIS Rapid Response Project at NASA/GSFC.) síður einhver stærsti skráði eldur í nágrenni Reykjavíkur í seinni tíð. Þessi eldur greindist á mynd frá Aqua-gervitunglinu kl. 14:35 (13. mynd). Veðuraðstæður voru mjög svip- aðar og árið áður þegar sinueldar brunnu á Mýrum. Ekki hafði rignt hátt í tvær vikur og norðaustanvind- ur, 10-15 m/s, var þegar eldurinn kom upp. Hins vegar náði hann aðeins að breiðast út undan vindi um 150 m á klukkustund, saman- borið við um 3.200 m á klukkustund við upphaf eldanna á Mýrum. Eldurinn á Miðdalsheiði var því viðráðanlegri en talsverðar slökkvi- liðsaðgerðir þurfti engu að síður til að stöðva hann. Talið er að eldurinn hafi kviknað upp úr kl. 13 en hann hafði verið slökktur um kl. 21. Hann brenndi mjóa tungu til suðvesturs. Mesta lengd hennar frá upptökum var 760 m en mesta breidd 190 m. Mosaþemban sem brann fór illa en í henni er strjálingur af lyngi, stinna- stör og grösum. Þessir eldar á Miðdalsheiði og Mýrum sýna að eldur í mosa breið- ist ekki út með sama hraða og eldur í sinu. Það stafar líklega af því að mosaþemba er að jafnaði þéttari í sér og jarðlægari en sinulubbi. Það loftar verr um hana og súrefni á ekki jafngreiða leið að eldsmatnum. Þá er mosinn orkuminni og ekki jafneldfimur og sina eða kvistur. Þótt mosaþemba geti verið þykk er það aðeins efsta yfirborðslagið sem skraufþornar í langvarandi þurrk- um en mosinn heldur lengur raka í sér þegar kemur niður í þembuna og brennur síður. NIÐURLAG Sinueldarnir á Mýrum í lok mars 2006 eru þeir mestu sem vitað er um með vissu hér á landi fyrr og síðar. Mosaeldurinn á Miðdalsheiði sumarið 2007 var lítill í samanburði en er engu að síður einhver mesti gróðureldur í nágrenni Reykjavíkur á seinni árum. Báðir þessir eldar eru taldir hafa kviknað fyrir slysni af mannavöldum. Eldarnir sem geisuðu á Grikk- landi í ágúst 2007 (3. mynd) eru hins vegar taldir hafa verið kveiktir viljandi. Erfitt getur því verið að spá nákvæmlega fyrir um upptök slíkra elda, en með því að fylgjast með veðurfari og ástandi og gerð gróðurs er hægt að meta hættuna á að eldar kvikni, breiðist út og valdi tjóni. Með aukinni skógrækt, vaxandi sumarhúsabyggð, minnkandi beit og hlýnandi veðurfari eykst elds- matur í gróðri og hætta á gróður- eldum á íslandi. Því er lxklegt að tíðni elda aukist á næstu áratugum fari fram sem horfir. í Bandaríkjum N-Ameríku, sérstaklega á vestur- ströndinni, hefur eldatímabilið lengst, það byrjar fyrr og er ákafara en áður, og telja menn að því valdi hlýnandi loftslag á jörðinni.23 Fjarkönnunargögn eru mjög gagnleg þegar meta þarf útbreiðslu, stærð og ákafa gróðurelda, sem og ýmissa annarra náttúruhamfara á jörðinni, og hafa þau fyrir löngu sannað gildi sitt. í Mýraeldunum voru slrk gögn notuð í fyrsta sinn hér á landi til að meta útbreiðslu og ákafa sinuelda. SUMMARY The progress of the 2006 wetland fires at Myrar, SW Iceland The area affected by Iceland's largest recorded wildfire, estimated from flagged fire pixels from MODIS sensors onboard TERRA and AQUA satellites, was about 73 km2, which agrees well with ground observations. Data indicates that the radiative power of the fire reached 180 MW in the begimúng. The spatial and temporal pattem observed from space is consistent witli ground observations. 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.