Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 18
Náttúrufræðingurinn Stuðst verður við gögn úr nokkrum verkefnum: rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar á Suðvesturmiðum 1983, 1990, 1991 og 1992, rannsóknum á Skjálfanda og Axarfirði 1994, athugunum á sjó eftir Skeiðarárhlaupið í nóvember 1996 og athugunum á Þjórsá og sjó utan ósa hennar 1996-1997. EÐLISEIGINLEIKAR STRANDSJÁVAR Sjór við Suðvesturland Árin 1966 og 1967 voru unnar ítar- legar sjórannsóknir á Faxaflóa með 15 leiðöngrum á 24 stöðvar. Á grund- velli seltumælinga, vatnamælinga og veðurathugana var lagt mat á ferskvatnsbúskap flóans.3 Reiknað var heildarmagn ferskvatns í fló- anum í hverri ferð. Það reyndist æði mismikið þótt mest væri það fyrrihluta sumars, eftir vorleysing- ar, svo sem vænta mátti. Rennsli árvatns til Faxaflóa gat ekki skýrt þessar sveiflur; meira þurfti til og niðurstöður voru þessar: 1. Stór hluti þess ferskvatnsbland- aða sjávar sem er á hverjum tíma í Faxaflóa er aðfluttur, þ.e. hefur borist þangað fyrir Reykjanes af landgrunninu sunnan landsins. 2. Vindar ráða miklu um magn og dreifingu ferskvatns í Faxaflóa; suðlægir vindar auka magnið og halda því inni í flóanum en norð- lægir vindar hafa gagnstæð áhrif með því að draga úr flutningi inn á svæðið að sunnan og toga yfir- borðslagið til hafs. Á gervihnattarmynd frá 16. október 2002 koma vel fram leir- agnir, grugg, sem berast til sjávar með ám og þær sýna strandstraum- inn flæða með suðurströndinni í vesturátt að Reykjanesi en sveigja svo til norðurs inn á Faxaflóa (1. mynd). Á leiðinni sekkur gruggið niður úr yfirborðslaginu og dreifist jafnframt vegna blöndunar. Þessi mynd er í góðu samræmi við niður- stöður úr Faxaflóarannsókninni en þess ber að geta að dagana fyrir myndatökuna hafði verið hægur austlægur vindur og því hefur tog- kraftur vindsins unnið með þeim kröftum sem stafa af eðlismassa- dreifingu og flytja strandsjó vestur á bóginn (1. rammi). Suðvestursvæðið er þýðinga- mikið vegna hrygningar og klaks margra mikilvægra nytjafiska, t.d. þorsks og ýsu. Því hefur svæðið verið rannsakað alloft á vorin. Á sniði sem nær um 54 km yfir land- grunnið til suðurs frá Krísuvíkur- bjargi kemur strandsjórinn glöggt fram nyrst og með honum berst vatn frá ánum sem falla til sjávar austar á ströndinni, Ölfusá, Þjórsá, Markarfljóti o.fl., en syðst, úti í Grindavíkurdjúpi, er fullsaltur úthafssjór (1. og 5. mynd). Þetta snið er um 45 km frá Ölfusárósi og 65 km frá Þjórsárósi. Á þessu svæði koma fram breytingar sem sýna vel hvernig vorkomu er háttað í hafinu og í strandsjónum. Vorið 1983 var Krísuvíkursniðið kannað þrisvar frá apríl til júní.6 Styrkur strand- straumsins þar var reiknaður á grundvelli seltu og hita, þ.e. eðlis- massa sjávar.4 Reiknaður straumur til vesturs réðst nánast eingöngu af seltudreifingunni og hann var veik- astur í apríl. Ferskvatnsáhrifin og straumurinn voru í þessum athug- unum mest innan 10 km frá landi. í síðari rannsóknum hafa fersk- vatnsáhrifin vissulega náð lengra til hafs (5. mynd). Trúlega stuðlar hlýsjávarstraumurinn sem flæðir inn Grindavíkurdjúp að því að takmarka útbreiðslu strandsjávar- ins til suðurs (5. mynd). Síritandi straummæli var lagt á um 25 m dýpi í kjarna straumsins 3,5 km undan landi og skráði hann stefnu og styrk straumsins ásamt sjávarhita á 10 mínúta fresti í 7 vikur, frá 25. apríl til 12. júní 1983 (1. og 6. mynd). Straummælingin var metin með hliðsjón af samtíma veður- athugunum á Keflavíkurflugvelli og upplýsingum um sjávarföll. Niður- stöður straummælingarinnar sýna töluvert örar og miklar breytingar á straumhraðanum á mælingatíma- num. Þarna eru að verki þrenns konar kraftar og skal þar fyrstan nefna eðlisþyngdarstrauminn. Hann orsakast af dreifingu seltu og hita, þ.e. eðlismassa sjávar (1. rammi). Hann er að öllu jöfnu rólegur og veldur sjaldan miklum eða snöggum breytingum á hraða. Áhrif hans koma fram í heildarstraumnum. En þeir kraftar sem hér valda mestum breytingum eru sjávarföll og vindur. Til að kanna áhrif þeirra er venja að leysa straumvigurinn upp í tvo þætti, austur-vestur og norður- suður, og koma þá fram helstu einkenni straumsins (6. mynd): a) Straumstyrkurinn er breytilegur og austur-vestur þáttur straums- ins er miklu sterkari en norður- suður þátturinn. Straumurinn sveiflast með sjávarföllum flesta daga þannig að aðfallið styrkir straum til vesturs. Algengt er að ekki skipti föllum heldur dragi út fallið einungis úr vesturþættinum. Straumurinn er mestur þegar hann leggur til vesturs og náði 10 mínútna meðalgildi hans mest um 70 cm/ sek. b) Sjávarfallasveiflumar hverfa þegar reiknað er 25 stunda hlaupandi meðaltal klukkutíma straumgilda. Þá kemur fram að einungis á tveimur tímabilum var jafnaðar- straumurinn til austurs, um 17. maí í hægri norðanátt og um 6. júní í suðvestanátt. c) Vindar hafa mikil áhrif á straum- styrkinn. Þannig eykst straum- hraðinn til vesturs með austlæg- um vindi, 8. og 26. maí, 11. og 12. júní. d) Heildartilfærsla sjávar framhjá straummælinum var á mælitíma- num 516 km, nánast beint til vest- urs. Það samsvarar 10,5 km/dag, sem er snöggtum meira en meðal- straumhraði á landgrunninu við Suðvesturland, en hann hefur verið áætlaður 5,9-7,8 km/ dag.2 Miðað við fjarlægð frá ósum stóránna, Þjórsár eða Ölfusár, benda þessar straummælingar til þess að vatn þaðan geti borist að 98

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.