Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 21
næringarefni í ÁRVATNI OG SJÓ Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 8. mynd. Uppleystur kisill við breytilega seltu og reiknaðar aðfallslinur við blöndun sjávar og vatns Skeiðarárhlaupsins mikla í nóvember 1996 (ferningar) og utan Þjórsáróss vorið 1996 (þríhyrningar). - Dissolved silicate observed at variable salinity levels and linear regression linesfor the great Skeiðará Jökulhlaup in November 1996 (squares) and offthe Þjórsá river mouth in spring 1996 (triangles). Með ánum berast bæði uppleyst efni og agnir til sjávar. Bergvatnsárnar eru tiltölulega tærar en jökulárnar gruggugar en gruggið er að lang- mestu leyti ólífrænt efni, berg- mylsna. Hlutfall lífræns kolefnis í gruggögnum í jökulám er minna en 1%, en hlutfall lífræns efnis er meira í lindám sem renna úr stöðuvötnum og dragám, 1-3%.9'10 Hins vegar er algengt að stórfljót heimsins beri með sér bæði ólífræn uppleyst næringarefni og mikið af lífrænum leifum frá gróðurþöktum eða þéttbyggðum svæðum.11 Það lífræna efni getur verið búbót fyrir sjóinn sem við tekur. Þegar á nær til sjávar og blandast söltum sjó hefj- ast ýmis ferli, jafnt af ólífrænum og lífrænum toga, og athuga þarf bæði afdrif gruggsins og uppleystu efnanna í árvatninu. Gruggið dreg- ur úr gegnsæi sjávarins og þar með ljósorku sem þörungar geta nýtt, en gruggið í jökulánum tekur fljótt að sökkva, stærstu agnirnar hrað- ast. Þannig skilst það frá uppleystu efnunum í árvatninu sem blandast sjónum og myndar yfirborðslag sem smám saman verður gegnsærra Vegna fínasta gruggsins, sem sekkur hægt, eða vegna svifþörunga má oft greina rennslisferla strandstraums- ins af litbrigðum yfirborðsins (1. og 2. mynd). Styrkur uppleystra næringarefna hefur verið rannsakaður allítarlega í mörgum íslenskum ám bæði á móbergs- og blágrýtissvæðum landsins.1 d 16 Hér verður stuðst við yfirlit um styrk næringarefna í ám og samanburð við sjó til að meta vægi ferskvatns sem næringarefna- forða fyrir strandsjóinn umhverfis landið (1. tafla).14 Fyrst má benda á hvað styrkur næringarefna í ám hér á landi er lágur í samanburði við það sem gerist á þéttbyggðum landbúnaðar- og iðnaðarsvæðum Evrópu. Styrkur fosfats í íslensku ánum er svipaður og í sjónum á landgrunninu en styrkur nítrats miklu lægri en í sjónum. Vegna efnaveðrunar er styrkur kísils í íslenskum ám og fljótum margfalt hærri en í fullsöltum sjó við landið. Á grundvelli þessa yfirlits og með hliðsjón af straumhraða á land- grunninu og blöndun árvatnsins við sjó var ályktað að vægi fosfats og nítrats sem berst með ánum væri almennt lítið fyrir næringar- efnabúskap strandsvæða.14 Jafnvel minnkar styrkur nítrats við blönd- unina. Öðru máli gegnir um upp- leysta kísilinn frá ánum, sem eykur umtalsvert við forðann og kísil- þörungar geta nýtt hann. Það verða miklar breytingar á efnafræðilegu umhverfi þegar nær ferskt árvatn blandast söltum sjó. Þær sviptingar geta leitt til þess að snefilefni sem voru uppleyst í ár- vatninu falli út úr upplausn eða að efni tengd gruggögnum berist í upp- lausn. Þessi ferli skipta talsverðu máli fyrir vistkerfið, einkum ef styrkur efnanna hefur áhrif á vöxt og viðgang lífvera. Með mælingum á styrk uppleystra efna við breyti- lega seltu fást upplýsingar um það hvort uppleysing eða útfelling eigi sér stað (1. rammi, 4. mynd). 1. tafla. Ársmeðaltöl á styrk uppleystra næringarefim, pmol/l. - Annual means ofnutrient concentrations, pmol/l. íslenskar ár14 - lcetand rivers Sjór á íslenska landgrunninu1; - tceland shelf sea water Fljót og ár við Norðursjó * - North Sea rivers Fosfat - Phosphate 0,61 0,7 4r-8 Nítrat - Nitrate 2,7 9,5 50-200 Kísill - Silicate 201 5 * Algengustu gildi margra mælistaða eru á þessu bili!5 - Results from many sites are commonly in this range.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.